Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 40
1. mynd. Horft til norðausturs yfir Mosfellsbœ. - Mosfellsbcer seen from the southwest.
Ljósm./photo Haraldur Ólafsson.
■ VINDURINN REIRNAÐUR
Svo virðist sem óveðrið hafi verið tiltölulega
staðbundið og það leiðir hugann að
hugsanlegum áhrifum landslags á vindinn.
Til að kanna þau áhrif nánar var gerð
reiknitilraun sem líkir eftir loftstraumnum
þennan umrædda júlídag. Við reikni-
tilraunina er notast við líkan frönsku
veðurstofunnar „Meso-NH“ sem heildar
jöfnur Lipps og Hemlers (1982), en þær lýsa
breytingum andrúmslofts í tíma og rúmi.
Olíkt þeim kerfum sem almennt eru notuð til
hjálpar við daglegar veðurspár byggist
„Meso-NH“ ekki á vökvastöðujafnvægi
(non-hydrostatic), heldur er lóðréttur vind-
þáttur, þ.e.a.s. upp- eða niðurstreymi,
tímaháð breyta. I nágrenni fjalla bjóða
reikningar af því tagi upp á meiri nákvæmni
en ella og eru nánast forsenda þess að
raunhæfar niðurstöður fáist ef stutt er á milli
reiknipunkta eins og í okkar tilfelli. Reiknað
er í hnitakerfi Gal-Chen Sommerville (1975),
sem hefur þenn eiginleika að laga sig að
landslagi. Niðurbrot skriðþunga vinds við
yfirborð jarðar er metið með aðferð
Bougeault og Lacarrére (1989).
Sú tilraun sem hér er kynnt er gerð yfir
suðvestanverðu Islandi á 80 km breiðu,
ferningslaga svæði. Nær það frá utanverðu
Reykjanesi í vestri, skammt austur fyrir
Ingólfsfjall í austri, rúma 10 km á haf út til
suðurs en norðurmörk þess eru skammt
norðan Akrafjalls (2. mynd). Fjarlægð milli
reiknipunkta er 1 km. f sérhverjum reikni-
punkti er reiknuð hæð yfirborðs jarðar yfir
sjávarmáli, og er það gert með því taka
meðalhæð lands innan ramma sem er 1 km
á hlið og umlykur reiknipunktinn. Því meiri
sem fjarlægð er milli reiknipunkta, þeim
mun lægri verða fjöllin og dalirnir grynnri
sem reiknað er með. Sé það landslag sem
gert er ráð fyrir mjög ólíkt raunveru-
leikanum eru litlar líkur á að reiknaður
vindur verði líkur þeim vindi sem
raunverulega blæs. Af þessu má sjá að þétt
net reiknipunkta er mikilvæg forsenda þess
að niðurstaðan verði raunhæf. Netið sem
hér er notað er með því þéttasta sem gerist í
tilraunum af þessu tagi og hafa engir sam-
38