Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 4
Heildarmyndin AF ISLANDI SKERPIST „Ein mynd segir meira en þúsund orð.“ Þetta er orðatiltæki, eða jafnvel málsháttur, sem oft heyrist nú á tímum enda eru þetta orð að sönnu. Með sama rétti mætti segja að gott landakort segi meira en milljón orð. Það landsvæði sem ekki er vel kortlagt er ekki vel þekkt, jafnvel þótt því hafi verið lýst í þykkum bókum. Kortlagning íslands hófst með mælingum og kortagerð Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum í lok 16. aldar, fyrir rétt rúmlega 400 árum. Frá þeim tíma má segja að heildarmyndin af íslandi hafi verið að skerp- ast. Margar kynslóðir íslandskorta hafa litið dagsins Ijós. Má þar nefna kort Bjöms Gunn- laugssonar, dönsku herforingjaráðskortin og nýjustu kort Landmælinga íslands. Allt eru þetta almenn kort. Sérkort af landinu, s.s. jarðfræðikort, jarðvegskort og gróðurkort, eiga sér miklu skemmri sögu. Fyrsta sérkortið er Ifklega jarðfræðikort Þorvalds Thorodd- sens, sem út kom um aldamótin 1900. Þó er það svo að íslendingar hafa löngum verið eftirbátar nágrannaþjóða sinna í kortagerð. Góð almenn kort í stórum mælikvarða (1:50.000) em ekki til nema af helmingi lands- ins. Þótt ótrúlegt kunni að virðast em gömlu dönsku herforingjaráðskortin í 1:100.000, sem byggð vom á þríhyrningamælingum frá fyrri hluta aldarinnar, enn bestu staðfræðikortin af landinu. Bandaríski herinn lét að vísu gera allnákvæm kort byggð á flugmyndum, en yfir þeim hvíldi lengi leynd og aldrei hafa þau verið á almennum markaði. Sérkort af íslandi hafa lengst af verið bæði fá og smá. Gróðurkort RALA eru undantekning frá þessu en þó vantar tölvert upp á að þau þeki landið allt. Landmælingar íslands hafa átt og eiga enn við mikla tilvistarkreppu að stnða og deilt er um hvort flutningur fyrirtækisins upp á Akranes muni bæta þar úr. Ýmislegt bendir þó til þess að nýir tímar séu mnnir upp í íslenskri kortagerð. Nýir aðilar hafa verið að hasla sér þar völl. Menn hafa verið að tileinka sér nýja tækni á sviði fjarkönnunar, GPS- mælinga og tölvuvæðingar. Grein þeirra Þor- valds Bragasonar og Magnúsar Guðmunds- sonar í þessu hefti Náttúmfræðingsins er til vitnis um það. Annar vitnisburður eru þrjú sérkort sem Náttúrufræðistofnun íslands sendi frá sér fyrir skemmstu í mælikvarða 1:500.000. Þar er um að ræða nýja útgáfu af berggmnnskorti, nýstárlegt höggunarkort og gróðurkort. Fyrir ári eða svo sendi RALA einnig frá sér kort í sama mælikvarða, rofkort, sem sýnir jarðveg, ástand gróðurlendis og uppblástur. A Orkustofnun hefur einnig verið unnið að kortagerð; t.d. eru til þyngdar- og segulsviðskort af landinu öllu og allmörg jarðfræðikort í stómm mælikvarða, m.a. af virkjanasvæðum Landsvirkjunar á miðhá- lendinu og af höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þetta er enn mikið gmndvallarverk óunnið. Kort í mælikvarða 1:500.000 em góðra gjalda verð en þau em bara yfirlitskort sem bjóða ekki upp á nákvæmni og öll smáatriði verða að vrkja. Nákvæm kortlagning á berg- grunni, lausum jarðlögum, vatnafari, gróður- fari og jarðvegi, svo nokkuð sér nefnt, á enn óralangt í land. Og meðan það verk er óunnið stöndum við nágrannaþjóðum okkar að baki, enda hafa þær allar lokið þessum áfanga. Brýnasta verkefnið nú er að ljúka útgáfu DMA-korta Landmælinga íslands, en þau eiga að leysa gömlu herforingjaráðskortin af hólmi. Síðan þurfum við að eignast góðan tölvutækan grunn af landinu öllu, en á þeim gmnni verður hægt að byggja hvers kyns sérkort, hvort heldur um er að ræða fræðikort, skipulagskort eða ferðamannakort. Heildarmyndin af íslandi hefur verið að skerpast en betur má ef duga skal. Arni Hjartarson. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.