Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 64
5. mynd. Samband súrefnishliðrunar við hitastig jarðhitavatns. Af myndinni sést að súr- efnishliðrun er oftast hverfandi efhiti vatnsins er undir u.þ.b. 80°C. Því má nota súrefni-18 sem kenniefni til að rekja uppruna jarðhitavatns, ef hiti þess hefur ekki farið yfir 80°C. Tíglarnir svara til vatns sem sýnir óvenjumikla súrefnishliðrun miðað við hita. Þetta vatn er úr borholum á Suðurlandsundirlendi. Talið er að hluti þess sé frá ísöld. Hinn hái aldur vatnsins skýrir hina óvenjumiklu súrefnishliðrun. styrk tvívetnis og súrefnis-18 í heitu og köldu vatni af nokkrum jarðhitasvæðum (Craig o.fl. 1956). Þeir félagar töldu að kalda vatnið svaraði til staðbundinnar úrkomu. Niðurstöðurnar sýndu að tvívetnisinnihald jarðhitavatnsins var hið sama og í kalda vatninu. Af því var ályktað að jarðhita- vatnið væri staðbundin úrkoma að uppruna. Jarðhitavatnið var hins vegar auðugra af súrefni-18 en kalda vatnið, enda féll það ekki á úrkomulínuna (6. mynd). Aður höfðu mælingar sýnt að berg er auðugra af súrefni- 18 en allt vatn, þar með talinn sjór. Því var þessi „súrefnishliðrun" frá úrkomulínunni skýrð með skiptum á súrefni milli vatnsins og þess bergs sem það hafði streymt um. Súrefni er sem næst 50% af öllu algengu bergi (miðað við þunga) og því af nógu að taka. Hins vegar er sáralítið vatn í flestu bergi og því sáralítið vetni. Þess vegna er ekki við því að búast að tvívetnisinnihald vatns geti breyst að neinu ráði við streymi þess um berg. Með rannsóknum sínum lögðu Craig og félagar grunninn að notkun tvívetnis sem kenniefnis til að rekja uppruna jarðhita- vatns. Umfangsmiklar athuganir hafa verið gerðar á mörgum jarðhitasvæðum frá því tímamótagrein Craigs og félaga birtist árið 1956. Þessar seinni athuganir sýna að tví- vetni í heitu vatni á mörgum jarðhitasvæð- um er ekki hið sama og í staðbundinni úr- komu. Oftast hefur þetta verið skýrt með því að jarðhitavatnið svari ekki til staðbundinn- ar úrkomu heldur til úrkomu af svæði sem hefur sama tvívetnisgildi og jarðhitavatnið, og að það sé aðrunnið frá því ákomusvæði. Sú skýring hefur þó einnig verið sett fram að samsæturnar í jarðhitavatninu ráðist af því að það sé blanda af staðbundinni úrkomu og vatni frá kviku (Giggenbach 1992). Enn- fremur er mögulegt að jarðhitavatn hafi fallið sem úrkoma við önnur veðurfarsskilyrði en nú ríkja og af þeim sökum hafi það ekki sama 62

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.