Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 4
Verndun ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Á undanförnum árum hefur umræða um umhverfismál vaxið jafnt og stöðugt. Mikið er talað um gróðurhúsaáhrif og umhverfis- væna orku og landgræðsla og skógrækt eru töfraorð. Talað er um nauðsyn þess að „greiða skuldina við landið“ og „endur- heinrta fyrri landgæði". Er þá einkum átt við aðgerðir til að bæta fyrir þá skógeyðingu sem orðið hefur frá landnámsöld og jarð- vegseyðinguna sem af henni leiddi. Þegar upp koma hugmyndir um átak í land- græðslu og skógrækt eru gjarnan nefndar tölur sem hlaupa á hundruðum milljóna króna. Ekki er ágreiningur um hina miklu skóg- eyðingu og uppblásturinn sem fylgdi í kjöl- farið. Ekki er heldur ágreiningur um nauð- syn þess að stöðva gróður- og jarðvegs- eyðingu þar sem hún er við lýði. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að okkur bráðliggi á að greiða skuldina við landið og endur- heimta fyrri landgæði. Almennt er talið að landið hafi verið nær gróðurvana í lok ísaldar en gróður hafi náð fótfestu nánast jafnóðum og jöklarnir bráðnuðu. Þar með hófst myndun jarðvegs. Af þessu má draga þá ályktun að landið muni á ný gróa upp af sjálfsdáðum fái það til þess frið. Þessu til stuðnings má benda á að gróðurathuganir á örfoka melum í ná- grenni Reykjavíkur sýna að þar hefur gróðurþekja allt að tvöfaldast á sl. 20 árum við friðun eina sainan. Hér er því ástæða til að staldra við. í gildandi lögum um nátt- úruvernd segir m.a. að þau eigi að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir lslensk náttúra. Mosavaxin hraun Reykjanesskagans eiga sér ekki hliðstœður í öðrum löndum. Ljósm. Sigmundur Einarsson. eigin lögmálum. Hér er komið inn á megin- inntak náttúruverndar. Samkvæmt þessu er t.d. ekki ætlast til þess að gróðursam- félögum sé raskað með plöntun erlendra tegunda. Ekki er heldur ætlast til þess að náttúrlegar eyðimerkur séu græddar upp. Þeir sem hafa verið trúir landslögum og leyft sér að andmæla ákafamönnum um landgræðsu og skógrækt hafa stundum verið kenndir við svarta náttúruvemd og er þá verið að vísa til þess að þeir séu á móti því að græða landið. Það er ekki óeðlileg krafa að við viljum hafa landið okkar gróið þar sem það á við. En úr því að ekki er bráður skortur á beiti- landi fyrir búfénað getum við leyft okkur að fara að öllu með gát og flýta okkur hægt. Hagkvæmasta leiðin til að græða upp land er oftast fólgin í því að friða það fyrir beit. Varðandi skógrækt má spyrja hvort ekki sé hagkvæmara að vernda og efla náttúrlegan íslenskan birkiskóg en að ráðast í stórfellda ræktun innfluttra trjátegunda. Ætlum við að endurheimta fyrri landgæði eða ætlum við að gjörbreyta gróðurfari landsins? Náttúruvernd á íslandi snýst um að varð- veita íslenska náttúru en ekki að breyta henni eftir erlendum fyrirmyndum. Sigmundur Einarsson 50

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.