Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 6
kvarter og síðar (eftir Rutten 1969). Nafnið Etna er ættað úr fornu indógermönsku tungumáli og er talið merkja „Hin síbrennandi". Nafnið virðist benda til þess að Etna sé eitt fárra eldfjalla þar sem eldsumbrot af einhverju tagi hafi nær alltaf verið í gangi. Eldsum- brota í Etnu er fyrst getið fyrir um 2500 árum, en líklega hefur þessi stöðuga virkni staðið mun lengur. Jarðfræðileg bygging Sikileyjar er allflókin. Eyjan er, sem fyrr segir, hluti af fellingafjöllum sem ýst hafa upp á mótum tveggja jarðskorpufleka. Hin miklu átök sem eiga sér stað í jarðskorpunni valda því að jarðlög leggjast í fellingar, mikil sprungusvæði myndast og aðstæður skapast fyrir myndun eldfjalla (3. og 4. mynd). Tíðir jarðskjálftar eru sjálfsagðir fylgifiskar. Etna rís á mótum þriggja mikilvægra sprungukerfa. Aðal- sprungukerfið stefnir NNA-SSV (Messina-Giardini-misgengið), annað kerfi stefnir A-V (Monte Kumeta-Alcantara-misgengið) og hið þriðja stefnir NV-SA (Tindari-Letojanni-misgengið). Jarðskjálftar á þessum slóðum 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.