Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 17
TÚNDRA - FREÐMÝRI Orðið tundra hefur lengi verið þýtt á íslensku með orðinu freð- mýri, sem er ekki alls kostar _________ rétt. Tundra er notað í grasa- fræði, einkum þó plöntulandafræði, um gróin eða hálfgróin svæði norðan (á suður- hvelinu sunnan) og ofan náttúrulegra skógarmarka. Slík svæði eru langt frá því alltaf mýrlend heldur oftar vaxin móa- eða runnagróðri (1. mynd) og enn oftar strjál- um mela- eða bersvæðisgróðri (2. mynd), sem engum myndi detta í hug að kalla mýri á íslensku. A norðlægum slóðum, eða norðan heimskautsbaugs, er jarðvegur víða frosinn árið um kring, þ.e. með sífrera, nema hvað allra efsti hlutinn þiðnar á sumrin, en til fjalla getur sífreri náð sunnar. Sums staðar, t.d. í norðurhluta Síberíu, vex reyndar skógur á landi með Eyþór Einarsson (f. 1929) lauk ínag.scient.-prófi í grasafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1958. Hann hefur verið deildarstjóri á grasafræðideild Náttúru- fræðistofnunar Islands frá 1958 og var forstöðumaður stofnunarinnar í 12 ár. Eyþór sat í Náttúruverndarráði 1959-1990 eða í 31 ár samfellt, var formaður þess 1978-1990 og hefur nýlega tekið sæti í ráðinu á ný. Hann var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags árin 1964-1965 og 1976-1979 og varð heiðursfélagi 1992. 1. mynd. Smárunnatúndra þar sem mest ber áfjalldrapa á eyjunni Ella 0 í Kong Oscars Fjord á Norðaustur-Grænlandi, 72° 53' n.br. Myndin var tekin 23. ágúst 1958. Ljósm. Eyþór Einarsson. Nattúrufræðingurinn 66. (2), bls. 63-65, 1997. 63

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.