Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 20
Randhvítt
egar ég dvaldi í Noregi á náms-
árunum gladdi það mig ætíð
þegar ég sá fréttamyndir frá ís-
landi í blöðum eða sjónvarpi. Ég
veitti því þá athygli hve íslenskt landslag
var frábrugðið því norska, og var þetta sér-
lega áberandi að vetri þegar snjór huldi
jörð að hluta. Þá komu gilskorningarnir og
klettabeltin greinilega fram sem hvítar og
svartar rendur. Þetta á sér auðvitað þær
skýringar að Island er myndað við eldgos
úr fremur mjúku bergi sem veðrast létt, en
Skandinavísku fjöllin eru hörð fellingafjöll
sem hafa risið í tímanna rás. Þegar ég svo
einu sinni á heimleið kom við í Færeyjum
fannst mér ég vera kominn heim, fjall-
myndunin eins, klettabelti og gil, enda
Bjarni E. Guðleifsson (f. 1942) lauk cand.agr.- prófi í
jurtaræktun frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í
Noregi 1966 og lic.agr.-prófi (Dr. scient.) 1971. Hann
var tilraunastjóri við Tilraunastöðina á Akureyri og
st'ðar á Möðruvöllum 1971-1980, ráðunautur hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands 1981-1990 og sérfræð-
ingur við Tilraunastöðina á Möðruvöllum frá 1991.
1. mynd. Horft til norðausturs af Rimum í Svarfaðardal þvert yfir Hálsdal og sér austur
yfir Eyjafjörð. Krossafjallið, austan Hálsdals, er áberandi röndótt og í því eru snjórendur
bæði langs eftir fjallinu og niður eftir því. Myndin tekin í júlíbyrjun 1989. Ljósm. Bjarni
E. Guðleifsson.
66