Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 24
2. mynd. Ankaramíthamrar vestan í Stór- höfða. Ljósm. Jón Jónsson. Á þessum staðreyndum hvílir sú niður- staða að hér hafi þetta dökka berg í formi hraunkviku þrengt sér upp í gegnum mó- bergið sem ummyndaðist af hitanum en stuðlarnir stóru hafa orðið til þar sem kvik- an storknaði hægt neðanjarðar í sjálfri gos- rásinni. Yfirbyggingunni, gígnum sjálfum, hafa jökulsvörfun og veðrun grandað í tímans rás. Frá þessum hæsta stað höfðans hallar landinu nokkuð jafnt til suðurs og myndar um 1 km breiða bungu sem endar í þver- hníptum hömrum á brúninni beint upp af bænum Fit. (3. og 4. mynd). Leifar af eldvarpi Niðurstaðan af þessu verður sú að Stór- höfði sé leifar eldvarps sem trúlegt þykir að verið hafi virkt á hlýskeiðinu næst fyrir síðasta jökulskeið og gæti því verið um 115-130 þúsund ára. Frá eldvarpinu hefur hraun runnið suður eftir fjallinu og þar endar það nú eins og áður segir. Verður 3. mynd. Hér endar ankaramíthraunið frá Stórhöfða í brúninni fyrir ofan Fit. Punktalínan sýnir nokkurn veginn mót hraunsins við eldra berg. Ljósm. Jón Jónsson. 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.