Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 30
4. mynd. Mengun í lofti yfir Reykjavík. Móðan hefur gulleita slikju sem stafar af
köfnunarefúsoxíði frá útblæstri bíla. Þegar mynd þessi var tekin í febrúar 1996 sást
greinilega að móðan var mest yfiir miðri borginni en dvínaði og hvarf til beggja átta.
Mengun af þessu tagi sést oft vel á vetrum í Reykjavík þegar veður er stillt og lofi stöðugt.
Ljósm. Stefán Arnórsson.
Yfirleitt er mest þeirra uppleystu efna sem
mælist í úrkomu sjávarættað. Þó getur
mengun frá iðnaði og bflaumferð, sér-
staklega í nágrenni stórra þéttbýlissvæða,
haft umtalsverð áhrif (4. mynd). I okkar
strjálbýla landi eru nær öll efni í úrkomu
sjávarættuð. Styrkur þessara efna í úrkomu
á hverjum stað er breytilegur eftir vindátt,
veðurhæð og fleiri veðurfarsþáttum. Að
meðaltali er styrkur þessara efna mestur í
úrkomu við ströndina, en minnkar inn til
landsins og með hæð yfir sjó. Þannig eru
uppleyst efni í úrkomu við suðurströnd
íslands að meðaltali um 40 mg í hverjum lítra
af úrkomu en aðeins um 4 mg uppi á
Vatnajökli. Klóríð (CÞ) er um helmingur af
magni þessara uppleystu efna. 5. mynd
sýnir hvernig styrkur klóríðs í úrkomu breyt-
ist yfirlandið.
■ EFNI í VATNI
Styrkur efna í yfirborðsvatni og grunnvatni
er mjög breytilegur, allt frá fáum tugum
gramma í rúmmetra vatns upp í tugi prósenta
(1. tafla). I lækjum, ám og köldu grunnvatni
er styrkur uppleystra efna yfirleitt innan við
nokkur hundruð milligrömm í lítra. Það sem
mestu ræður um styrk efna í þessu vatni er
þrennt: (1) styrkur þeirra í úrkomunni, (2)
gerð þess jarðvegs og þeirra bergtegunda
sem vatnið streymir um og (3) dvalartími
vatnsins í jarðvegi og bergi. Snerting við
lífrænan jarðveg hefur mikil áhrif á styrk og
innbyrðis hlutföll margra efna í vatninu.
I jarðhitavatni er styrkur uppleystra efna
meiri en í köldu vatni og vex styrkurinn með
hita (1. tafla, 6. mynd). Astæðan er sú að
vatnið leysir því meira af efnum úr berginu
sem það er heitara. Hinn úrkomuætlaði hluti
uppleystra efna er orðinn lítill hluti upp-
leystra efna í jarðhitavatni ef það er yfir
IOO°C.
Hluli þeirra efna sem leysast úr bergi
mynda auðleyst sölt á borð við natríum-
klóríð, þ.e. venjulegt matarsalt. Hin auð-
leystu sölt sýna ekki tilhneigingu til að falla
út úr vatninu. Önnur efni sem leysast úr
berginu hafa hins vegar tilhneigingu til að
bindast á ný og mynda nýjar steindir. Þessi
efni falla úl úr vatninu. Mismikið er af efnum
í bergi sem mynda auðleyst sölt. Þess vegna
ræður bergtegundin sem vatnið streymir
um, ásamt hita þess, mestu um styrk upp-
leystra efna í jarðhitavatni. Af algengu bergi
76