Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 33
6. mynd. Uppleyst efiii í
köldu og heitu vatni á
Islandi. Hringir merkja
vatn sem inniheldur ekki
jarðsjó en punktar jarð-
hitavatn þar sem hluti
uppleystu efimnna er
kominn frá jarðsjó. Jarð-
sjórinn í þessu vatni er
ýmist tilkominn við
írennsli sjávar í berg-
grunn við núverandi
aðstceður eða í lok ís-
aldar fyrir um 10.000
árum, þegar mestallt
núverandi láglendi var
undir sjó.
árvatni sem í þau rennur. Vegna uppgufunar
safnast steinefnin smám saman upp og
vatnið verður saltara og saltara eftir því sem
tíminn líður. Selta sjávar er til orðin á sama
hátt.
Uppleyst efni í vatni hafa afgerandi áhrif á
viðgang gróðurs og hvers konar not eins og
almenna neyslu, iðnað og fiskeldi svo dæmi
séu tekin. Uppleystu efnin ráða mestu um
bragðgæði vatns.
Áburðargjöf, hvort sem um er að ræða
lífrænan áburð eða tilbúinn, felur í rauninni í
sér að bæta efnum í jarðvegsvatnið sem
plöntur fá næringarefni sín úr.
Víða um heim hefur yfirborðsvatni og
grunnvatni verið spillt með mengun vegna
notkunar tilbúins áburðar í miklu magni,
margskonar iðnaðar og málmvinnslu.
Ástæðan er að þessi mannanna verk leiða til
þess að ýmis efni berast í vatnið og styrkur
þeirra fer yfir þau mörk sem ásættanleg eru
fyrir ýmsar lífverur eða notkun vátnsins.
Jarðvegur og gott yfirborðs- og grunnvatn
er mikilvægasta auðlindin fyrir líf ájörðinni.
Skaðleysismörk fyrir mörg efni í vatni vegna
ýmissa nota eru sýnd í 2. töflu.
í vatni, sérstaklega yfirborðsvatni, er yfir-
leitt eitthvað af lífrænum efnum og lífverum
eins og gerlurn. Uppruni þeirra er bæði nátt-
úrulegur og af mannavöldum. Þessi efni og
lífverur hafa áhrif á gæði vatns og geta spillt
þeim en ekki verður fjallað frekar um þau í
þessu greinarkorni.
Á Islandi er víða gott vatn til neyslu og
iðnaðar. Þó eru það ýkjur að hér sé að finna
heimsins besta vatn. Erfitt er að treysta á
gæði yfirborðsvatns. Jafnan er hætta á að
það spillist af lífrænum efnum, lífverum og
gruggi. Ennfremur getur járn úr inýrarvatni
og öðru jarðvegsvatni haft neikvæð áhrif á
bragðgæði og valdið hvimleiðum útfell-
ingum í leiðslum og annars staðar. Varasamt
er að treysta gæðum vatns í lindum sem
koma undan hraunum. Yfirborðsvatn getur
átt greiða leið niður í gegnum hraunin í
lindavatnið og spillt því. Slfkar jarðfræði-
legar aðstæður eru við surn vatnsból Reyk-
víkinga.
Tryggast er að vatn, sem sótt er með
borun niður í berggrunn, sé laust við lífræna
mengun frá yfirborðsvalni. Þó getur árangur
reynst ófullnægjandi ef borað er í sprungur
79