Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 36
þrýstingur kolsýru í loftinu. Því er óþarfi að rita (g) til að sýna að um kolsýru í lofti sé að ræða. Hlutþrýstingur lofttegunda af heildar- þrýstingi er í réttu hlutfalli við hlutfallslegan styrk viðkomandi lofttegundar eða nœ táknar hlutfallslegan styrk CO^ og P heildarþrýsting. Kolsýra í andrúmslofti nemur um 0,03%. Þannig er hlutfallslegur styrkur hennar 0,0003. Ef við gerum ráð fyrir því að loftþrýstingur (P) sé 1 bar, þ.e. 1000 millibör (en hann er vissulega breytilegur), fæst að hlutþrýstingur kolsýru í andrúms- lofti, Pc0 sé 0,0003x 10“4 bör. Samkvæmt tilraunaniðurstöðum er gildi Henry lögmálsfasta við 25°C 0,034 mól/kg HzO/bar. Það er eins með þennan jafnvægis- fasta og aðra að gildið er hitaháð. Þannig er það 0,073 við 5°C. Út frá líkingu (8) og reiknuðum hlutþrýstingi kolsýru fæst að styrkur kolsýru (mC02>(aq)) í hreinu regnvatni við 25°C er 3x1 O^x 0,034 = 1,02x 10~5 mól/ kg. Lítum næst á efnahvarf (4) og jafn- vægisfastann fyrir það hvarf (líking 6a). Við 25°C er gildi þess fasta 4,47x10“7. Vetnis- jónir og bíkarbónatjónir í regndropum myndast nær eingöngu við það að kolsýra sem er uppleyst í regnvatninu klofnar, sbr. jöfnu (4), en algengast er að rita þá jöfnu þannig: H2CO° = H+ + HC03 (4a) þar sem H+ = HCO“ má ritajöfnu (6a) þannig ÍH+12 Kh2co3= |H2C03] (10) Nú er KH2co3 = 4,47x10“7 við 25°C og [H2CO“] = 1 ,Ó2x 10-5 mól/kg. Þvíer [H+]2 = 4,56x10“12 (11) og [H+] =2,14x10^ (12) og pH í hreinu regnvatni við 25°C er því 5,7. Við 0°C er kleyfnistuðull kolsýru 3,16xl0“7 og styrkur uppleystrar kolsýru 2,19xl0“5. Með því að setja þessar tölur inn íjöfnu (10) fæst að pH hreinnar úrkomu er 5,6 við 0°C. I hinum stóru iðnríkjum heims og nágrenni þeirra er pH-gildi úrkomu oft mun lægra en að ofan greinir, allt niður í 4. Hið súra regn verður til fyrir áhrif mengunar. Lofttegundir eins og NO, NOn og S02 myndast við bruna á bensíni, olíu og kolum og við vinnslu á málmum úr málmgrýti. Þessar lofttegundir mynda sterkar sýrur þegar þær leysast upp í vatni, saltpétursýru (HN03) og brenni- steinssýru (H,SOq). Hula mengaðs lofts liggur yfir iðnaðarsvæðum og berst frá þeim með vindum. Þegar regn fellur til jarðar tekur það þessar lofttegundir í sig og verður súrt. Súrt regn er eitt alvarlegasta umhverfis- vandamálið sem við mennirnir höfum skap- að, ekki vegna þess að súrt regn sem slíkt sé skaðlegt, heldur vegna þess að sýran veldur aukinni leysingu ýmissa efna úr jarðvegi. Afleiðingin er óæskilegur styrkur sumra efna í jarðvegsvatni fyrir plöntur og í vatni í ám og vötnum fyrir lífið þar. ■ LEYSING STEINDA í BERGI Efnahvörf sem fela í sér leysingu sumra steinda í vatni má skoða sem hvörf milli sýru og basa. Vatnið er sýran en steindirnar, sem leysast, basinn. Eins og áður hefur komið fram inniheldur regnvatn nokkuð af upp- leystum efnum sem eru að mestu ættuð frá sjó og pH-gildi ómengaðs regnvatns er 5,6 til 5,7 eftir því hver hiti þess er. Lítill styrkur uppleystra efna í regnvatni og ekki síður tiltölulega lágt pH gera það að verkum að slíkt vatn er undirmettað af öllum algengum steindum. Þegar regnvatnið kemst í snertingu við jarðveg og berg hefur það því tilhneigingu til að leysa upp steindir í bergbrotum í jarðvegi og í berginu sjálfu. Auk þess leysast örður af auðleystum sölt- um sem eru í berginu. Þessi leysing gengur vissulega hægt fyrir sig, en hana má þó glögglega sjá með því að efnagreina úr- komu, yfirborðsvatn og grunnvatn. Styrkur uppleystra efna í úrkomu er jafnan lægri en í yfirborðsvatni og grunnvatni af sama stað 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.