Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 39
og kerfið berg-vatn leitar í átt til efnajafn-
vægis (8. mynd).
■ ÚTFELLING STEINDA
Við leysingu steinda í bergi og samhliða
aukningu á styrk uppleystra efna í vatninu
kemur að því að vatnið mettast af einhverri
steind eða steindum. Við mettun eða öllu
heldur nokkra yfirmettun hafa efnin í vatn-
inu, sem steindin samanstendur af, tilhneig-
ingu til að falla út - mynda steindina. í
flestum tilfellum eru upprunalegar steindir í
bergi (frumsteindir) mun leysanlegri í vatni
en svonefndar veðrunar- og ummyndunar-
steindir (síðsteindir). Á þetta sérstaklega
við um steindir í storkubergi. Útfelling síð-
steinda, sem fjarlægir uppleyst efni úr vatni,
veldur því að vatnið nær aldrei að mettast af
frumsteindunum. Þær halda því áfram að
leysast upp og síðsteindir að myndast. I
sumu bergi á jarðhitasvæðum eru frum-
steindirnar alveg horfnar og ummyndunar-
steindir komnar í staðinn.
Hraði efnahvarfa, þar með talin leysing
frumsteinda og útfelling síðsteinda, vex
mjög með hækkandi hita. Þess vegna er um-
myndun bergs af völdum jarðhitavatns meiri
en af völdum kalds grunnvatns eða veðrun-
ar af völdum yfirborðsvatns. Aðrir þættir
sem hafa áhrif á hraða ummyndunar eru
undirmettunarstig frumsteinda bergsins og
stærð snertiflatar milli vatns og bergs. Þétt
og ósprungin hraunlög í jarðhitasvæðum
eru oft óummynduð að mestu þótt nærliggj-
andi lög af móbergi séu algerlega ummynd-
uð. Hér kemur bæði til að vatnið er undir-
mettaðra af gleri móbergsins en frumsteind-
um basaltsins og snertiflötur milli vatns og
korna móbergsins er miklu stærri en flötur-
inn milli vatns og lítið sprungins basalts.
■ LEYSNI FASTRA EFNA f
VATNI
í kristölluðum efnum eru efnisagnirnar fyrst
og fremst jónir og raða þær sér niður eftir
ákveðnum reglum. Þessar jónir verða til með
þeim hætti að sum frumefni láta af hendi raf-
eindir til annarra frumefna. Það sem heldur
8. mynd. Hlutfall kalsíumjóna við vetnisjónir í köldu og heitu vatni. 1 yfirborðsvatni er
hlutfallið tiltölulega lágt, en í köldu grunnvatni er það hærra. Hækkuninni veldur leys-
■ ingu steinda í berginu sem
vatnið fer um. Þegar hiti
vatnsins er yfir 40-50°C
rœðst umrætt jónalilutfall af
efiiajafiivœgi (ferillinn á
myndinni) við ummyndunar-
steindir sem myndast við
útfellingu úr vatninu. Ekki
er hárrétt að segja að efna-
jafnvœgi ríki milli Ca+2 og
H+ jóna í vatninu og um-
myndunarsteinda, heldur að
það hafi nálgast verulega.
Dreifmg punktanna á mynd-
inni fyrir ofan 40°C stafar
efalítið að hluta affráviki frá
efnajafnvœgi. Hlutfall ann-
arra katjóna við vetnisjónir
| l l l l J J
300 350 sýnir hliðstœðar breytingar
með hitastigi.
85