Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 56
2. niynd. Alfred Russel Wallace, 1823-1913, enskur náttúrufrœðingur sem rannsakaði dýra- og plöntulíf í Suðaustur-Asíu, Suður-Ameríku og víðar og komst í meginatriðum að sömu niður- stöðu og Darwin um þróun tegundanna. Þeir skrifuðust á og Darwin lét kynna þróunarkenn- inguna í nafni beggja á fundi, sem hann að vísu ekki sótti, i Lundúnum 1858, árið áður en hann birti kenninguna á bók (National Portrait Gal- lery, London). umhverfið hlyti að móta arfgeng einkenni líf- veranna verulega, eins og Lamarck hafði haldið fram. Stephen Jay Gould (1991) setur fram tvær skýringar á þessu. Annars vegar bendir hann á mismunandi grundvallar- viðhorf. Barátta fyrir persónulegum hagn- aði hafi verið þáttur í þjóðareðli Breta. „Baráttan fyrir lífinu“ (struggle for life), undirfyrirsögn á riti Darwins um uppruna tegundanna, verði rakin til stjórnmálaboð- skapar Hobbesar, hagfræði Adams Smiths og fólksfjölgunarkenningar Malthusar'. Charles Darwin og landi hans Alfred Russel Wallace (2. mynd), sem settu fram áþekkar þróunarkenningar um miðja 19. öld, lásu báðir meginrit Malthusar og yfirfærðu hugmyndir hans um offjölgun manna á aðrar tegundir lífvera. í þeirri 1 Thomas Hobbes (1588-1679) var enskur heimspekingur og stjórnmálafræðingur. Hann hélt því fram að til þess að menn gætu lifað saman í friði þyrftu þeir að gera með sér samfé- lagssáttmála og afsala sjálfræði sínu til ein- valds þjóðhöfðingja sem sækti vald til Drott- ins. Adam Smith (1723-1790) var skoskur hagfræðingur og heimspekingur. Hann boðaði frjálsa verslun og frjálsa samkeppni. Thomas Malthus (1766-1834) var enskur hagfræðingur og þjóðfélagsfræðingur. Hann taldi að óheft fólksfjölgun hlyti fyrr eða síðar að leiða til þess að hörgull yrði á lífsnauðsynjum. Þá héldu hungursneyð, ófriður og sjúkdómar mannfjöld- anum í skefjum. baráttu fyrir lífinu sem af þessu hlytist yrðu þeir einstaklingar jafnan ofaná sem best væru hæfir til að komast af við ráð- andi aðstæður („hinir hæfustu lifa“). A móti þessu koma að margra dómi forn samhyggjugildi slava. Pjotr Kropotkin (3. mynd), rússneskur náttúrufræðingur og stjórnleysingi, skrifaði svo í útlegð á Eng- landi 1902: „Ef vér...spyrjum móður náttúru hvorir séu hæfari, þeir sem troða í sífellu illsakir inn- byrðis eða þeir sem styðja hverjir aðra, liggur svarið í augum uppi: Þau dýr sem tamið hafa sér gagnkvæma hjálp eru hæfust. Þau hafa mestar líkur á að komast af og þau ná, meðal sinna líka [af því sem á undan er komið má ráða að hér á Kropotkin við maura meðal skordýra og spendýr meðal hryggdýra], mest- um þroska um greind og líkamsgerð." (Til- vitnun sótt í Gould 1991, bls. 336.) Gould telur að einnig megi rekja þennan mismun í viðhorfum til ólíks náttúrlegs umhverfis. Þeir Darwin og Wallace studd- ust báðir við rannsóknir á náttúru hita- beltissvæða (Darwin á Galapagoseyjum, Wallace við Amazonfljót og síðar á Malajaskaga og í Austur-Indíum). Þar gætir árstíða lítt og umhverfið er tiltölu- lega jafnt en lífríkið afar fjölbreytt, hvort sem litið er á fjölda tegunda eða einstakl- inga. Þarna verður hörð samkeppni milli lífvera, bæði af sömu tegund og milli teg- unda. Liggur því beint við að yfirfæra fjölgunarkenningu Malthusar á þessi líf- félög. 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.