Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 60
7. mynd. Dúrra, sáð 10. sept- ember, eftir mynd sem tekin var 29. sept. Plantan sem sýnd er hægra megin á myndinni hefur verið voruð í 10 daga en liin ekki, og er hún sýnd til samanburðar (Askell Löve 1939, eftir Lysenko). Lysenko taldi, eins og Michurin, að fræ vaxin upp af ágræðslublendingi bæru í sér arfgeng einkenni beggja hluta blendings- ins, græðikvists og rótarstofns. Arið 1935 snerist Lysenko af fullum þunga gegn hefðbundnum kenningum erfðafræðinnar og boðaði í staðinn kerfi sitt, sem hann kenndi raunar við Mich- urin. Lífveran innbyrðir - „assímílerar“ - í sífellu margt úr umhverfinu, næringarefni og ýmsa veðurþætti, svo sem hita, úrkomu og fleira. Með breyttu umhverfi breytist þetta samspil og þar með arfgengi eða erfðir lífverunnar. Arfgengið er að dómi Lysenkos einkenni á öllu lifandi efni og því fráleitt að gera ráð fyrir að það stýrist af einhverjum eindum, genum, sem ofan á annað standi ofan eða utan við lífsstarfsemina - stýri og breyti efnaskiptunum án þess að þau geti mótað genin á móti, þegar frá eru taldar til- viljunarkenndar stökkbreytingar sem eru í engu samræmi við þarfir umhverfisins. Af þessu leiðir að Lysenko hafnar bæði meginhugmynd Mendels um erfðaþætti sem berist óbreyttir milli kynslóða og hug- mynd Morgans um að þessir þættir, genin, séu í litningum frumukjarnanna. Auk þess hafnar hann hugmyndum um það að erfð- irnar breytist fyrir tilviljun, við stökkbreyt- ingar, en heldur því í staðinn fram að um- hverfið móti þær. Ríkjandi einkenni koma samkvæmt hefðbundinni erfðafræði fram á öllum lífverum sem hafa í sér viðkomandi gen, til dæmis gular ertur í tilraunum Mendels, en víkjandi einkenni þurfa að erfast með genum frá báðum foreldrum og geta legið niðri um marga ættliði, til dæmis grænar ertur. Þeir Michurin og Lysenko héldu því fram að það færi eftir umhverfinu hvort tiltekið einkenni væri ríkjandi eða vfkjandi; það einkennið sem hagstæðara væri hverju sinni yrði ríkjandi. Lysenko og fylgismenn hans leiddu hjá sér nákvæmar og vandlega unnar frumu- rannsóknir Morgans og fleiri erfðafræð- inga sem staðfestu meðal annars að breyt- ing á mjög afmörkuðu svæði á litningi - til dæmis við litningavíxl, þar sem tveir litn- ingar skiptast á bútum - hefur í för með sér ákveðna breytingu á arfgengri gerð lífver- unnar. Þannig tókst í ýmsum tilvikum að ákvarða röð gena innan einstakra litninga. Skýring Lysenkos á hlutverki litning- anna er loðin og torskilin. Helst virðist að hann hafi talið að þeir væru eins konar hemill sem kæmi í veg fyrir að lífverurnar innlimuðu hvers kyns umhverfissveiflur. 106

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.