Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 66
Eldur var í norðri
Vegagerðarmenn uppgötvuðu nýlega
leifar mannvistar frá bronsöld í dal þar
sem nú heitir Glen Shin í Sutherland,
norðarlega á Skotlandi. Þarna virðast hafa
lifað um 400 íbúar í einum 50 keiluhúsum
í samfélagi bænda sem ræktuðu bygg, ólu
kindur, nautgripi og svín og brugguðu
mjöð.
Ekkert er vitað um uppruna þessa fólks
né hvaða mál það talaði en ljóst er að
byggð lagðist skyndilega af í dalnum fyrir
um 3000 árum.
Helst er talið að eyðing byggðarinnar
verði rakin til eldvirkni á Islandi.
Dr. John Grattan við Jarðvísindastofnun
Háskólans í Wales í Aberytwyth bendir á
að gífurlegt magn af súru regni hafi fallið
á nokkrum vikum í Norður-Skotland um
þetta leyti - allt að hálf lest af sýru á
hverja ekru lands, eða rúntlega lest á liekt-
ara. Hafi úrfellið eytt uppskeru og gert
jörðina ófrjóa um ntargra ára skeið svo
fólk hafi aðeins átt tveggja kosta völ - að
flytjast burt eða svelta.
Ömólfur Thorlacius tóka saman eftir
pistli í The Daily Telegraph
Geimvera með
GAMLINGJAVEIKI
Sumarið 1995 komst í fréttir stuttmynd í
svarthvítu sem sýna átti lík af geimveru er
farist hafði í brotlendingu framandi geim-
fars yfir Bandaríkjunum 1947. Veran var
um 130 cm og hárlaus, ellileg á svip og
minnti talsvert á Homo sapiens, að vísu
með sex fingur á hvorri hendi og naflalaus
(en á því er sagt að Sherlock Holmes hafi
þekkt Adam frá öðrum englum í himnaríki,
þar sem hann var ekki af konu fæddur).
Fréttir
v y
í kvikmyndinni mátti sjá menn í hlífðar-
klæðum skurðlækna spretta líkinu upp og
að sögn voru mannfræðingar Bandaríkja-
hers þar að kryfja líkama þessa gests utan
úr geimnum.
Geimveruvinir töldu þetta staðfesta til-
vist skjólstæðinga sinna en þeir vantrúuðu
héldu því fram að veran væri tilbúningur,
trúlega gúmmídúkka.
Nú er komin fram þriðja skýringin:
Thomas Jansen, húðlæknir við Ludwig-
Maximilians-Universitat í Míinchen, telur
pottþétt („hundert Prozent Wasserdicht“)
að þetta hafi verið um 13 ára stúlka með
progeria eða ótímabæra öldrun, en flestir
sem haldnir eru þessum erfðasjúkdómi
deyja úr elli áður en þeir ná venjulegum
kynþroskaaldri. Fáir læknar kunna skil á
einkennum sjúkdómsins enda er hann svo
fágætur að ekki er talið að nema um
tuttugu sjúklingar séu nú á lífi í heiminum
öllum. Dr. Jansen, sem hefur tvo þeirra til
meðferðar, áttaði sig strax og hann sá
myndina á því hvað þar var á ferð.
Hann tilgreinir mörg atriði máli sínu til
stuðnings svo sem ýmis einkenni á höfði
og í beinagerð og lítt áberandi kynein-
kenni. Fitulagið í undirhúð þessara sjúk-
linga verður mjög rýrt og húðin teygist.
Við tognunina hverfur naflinn. Aukafingur
eru algengur fylgikvilli sumra erfðasjúk-
dóma, meðal annars þessa. Dr. Jansen telur
að krufningin hafi verið fagmannlega af
hendi leyst. Hann leggur engan dóm á það
hvort skýringin á því að læknarnir klædd-
ust eins og fyrir skurðaðgerð sé ótti við
óþekktan og háskalegan smitsjúkdóm eða
að um gabb hafi verið að ræða.
Der Spiegel, Nr. 17/22.4.96.
Örnólfur Thorlacius tóka saman
112