Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1981, Qupperneq 4
1. mynd. Stari (Sturnus vulgaris L.) Ljósm. Skarphéðinn Þórisson. ingur beðinn um upplýsingar um stara i dagblöðum, og bárust skriflegar eða munnlegar upplýsingar frá 19 manns. Talningar voru gerðar við náttstaði, tvisvar haustið 1975 og 15 sinnum vet- urinn 1977—1978. Var bæði beitt bein- um talningum og talið af ljósmyndum. Dagana 3.-5. og 7. maí 1978 var ekið um Suður- og Vesturland til þess að kanna útbreiðslu stara. Farið var á alla þéttbýlisstaði á svæðinu frá Hvolsvelli vestur til Snæfellsness. STARINN SEM FLÆKINGSFUGL Á ÍSLANDI Starinn hefur eflaust lengi verið all- algengur haust- og vetrargestur á fs- landi, og má segja að hann hafi verið árviss eftir að menn fóru að skrá fugla- athuganir að einhverju marki upp úr síðustu aldamótum. Fyrstur til að nefna stara á íslandi er Brúnnich (1764) en hann telur að star- inn sé varpfugl á íslandi án j^ess að styðja Jjað nánar. I ferðabók Sveins Pálssonar 1791—97 (1945) segir meðal annars svo um fugla í Öræfum: „Marg- ar tegundir fugla, sem efalaust eru óþekktar hér á landi eiga oft að hafa sést hér. . .: 1) Talað var um smáfugla nokkra á stærð við Turdus iliacus [skóg- arþröstj, kolsvarta, með gult nef og fæt- ur. Eru þeir ekki taldir mjög sjaldgæf- ir. . . .3) Arið eftir eldinn 1783 á að hafa Isést hér á sandinum fjöldi fugla á stærð við nr. 1 og nærri því eins á litinn nema röndóttur á brjóstinu. Hljóðið á einnig 146

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.