Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 6
300 20 3. mynd. Samanlagður fjöldi og tiðni stara á Kvískerjum í Öræfum í hverjum mánuði árin 1938—1974 (spjaldskrá N. 1.). — Total number and frequency of starling in each month at Kvísker, SE-Iceland, in the years /938—1974. sáust starar árlega, einkum þó á haustin og oft allstórir hópar, t. d. 15 — 20 á Húsavík 5. 11. 1938, 20 í Vestmanna- eyjum 27. 1. 1939, 20 í Reykjavík 11.2. 1940 og 70—80 á Kvískerjum í Öræfum 24. 10. 1943. Starar sáust víða um landið en þó einkum á Suðaustur- og Suðvesturlandi. Líklegt er að starar, sem flækst hafa til Islands, hafi hrakist af leið frá Skandinavíu til Bretlands vegna óhag- stæðra veðurskilyrða. Á haustin fara starar frá Skandinavíu til Bretlandseyja og koma þangað frá því siðast í septem- ber til fyrstu viku nóvember (Witherby o. fl. 1938). Þetta er í samræmi við komur stara til íslands, en þeir komu einkum í október og dvöldust oft vetr- arlangt, en komu miklu sjaldnar á vorin og sáust mjög sjaldan á sumrin áður en þeir fóru að verpa hér (Finnur Guð- mundsson 1940, 1942, 1944, spjaldskrá N. í.). Þetta kemur greinilega fram á 3. mynd. Eflaust flækjast starar til Islands á hverju hausti en greinilega mismargir. Sum ár hefur borið óvenjumikið á þeim (4. mynd), sem og öðrum flækingsfugl- 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.