Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 16
7. mynd. Starahópur yfir náttstaö i Skógræktarstöðinni í Fossvogi. — Starlings at the largest roosting place in Reykjavík. Ljósm. Skarphéðinn Þórisson. seinni part sumars og á haustin þegar fjöldi stara er mestur. Tafla II sýnir niðurstöður þeirra talninga sem gerðar hafa verið (sbr. 7. og 8. mynd). Þar sést að haustið 1977 var hámarksfjölda náð þegar í jíilí en þá var stór hluti fuglanna ungar frá vorinu. Þegar líða tók á vet- urinn fækkaði fuglunum og voru þeir aðeins um 700 frá desember til febrúar. Þann 22. 3. 1978 voru stararnir innan við 200, en þá er liklegt að margir jreirra séu farnir að nátta sig á varpstöðvunr. Þann 6. 2. 1976 voru engir starar í Skógræktarstöðinni eftir að almyrkt var orðið (Kristinn H. Skarphéðinsson) en ekki virðist ólíklegt að þeir hafi þá nátt- að sig í stúku Laugardalsvallar (sjá síð- ar). Komið hefur fyrir að fuglarnir sem nátta sig í Skógræktarstöðinni flytji sig yfir i trjágarð neðan Fossvogskirkju- garðs. Þann 6. 6. 1976 voru t. d. um 200 starar þar í náttstað og komu þeir úr Skógræktarstöðinni. Er gengið var um Skógræktarstöðina sama kvöld fældust 14 starar upp og bættust í hóp hinna en enginn stari náttaði sig í Skógræktar- stöðinni þá nótt (Kristinn H. Skarp- héðinsson). Stúka Laugardalsvallar Stúka Laugardalsvallar var lagfærð og stækkuð mikið 1968—1969. Fyrst 158

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.