Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 31
fartímaíerilsins minni rétt eftir stökkið en fyrir. Ut frá fartímaritinu má því finna hvcrnig hraðinn breytist með dýpinu. Þó er mjög erfitt að finna lághraðalög og reikna hraða og þykkt þeirra. Ef aðstæður eru góðar og mjög stutt milli bylgjunema má meta þykkt og hraða lághraðalags á viðunandi hátt út frá tímastökkinu og lengd skugga- svæðis. Vegna ýmis konar óreglu sem alltaf er fyrir hendi í jörðinni kemur inn talsverð óvissa í mælingarnar, sem veldur því að túlkunin er ekki einhlít. Með því að kanna einnig hvernig styrk- ur hinna ýmsu bylgna breytist með fjar- lægð frá sprengistað má auka talsvert öryggið í túlkuninni. Með tilkomu afkastamikilla tölva hefur á síðustu árum orðið mikil þróun í úrvinnslutækni bylgjubrotsmælinga, eins og raunar flestra annarra jarðeðlis- fræðilegra mælinga. Þess vegna hefur þótt ástæða til að endurskoða nokkuð fyrri túlkun bylgjubrotsmælinga frá ís- landi (Ólafur G. Flóvenz 1980). 3. BYLGJUBROTSMÆLINGAR VIÐ SUÐURSTRÖNDINA A sjöunda áratugnum voru gerðar umfangsmiklar bylgjubrotsmælingar víða um land (Guðmundur Pálmason 1971). Staðsetning mælilína sem mæld- ar voru við suðurströndina er sýnd á 3. mynd. Við endurtúlkun mælinganna hefur komið í ljós, að hluti þessara mæl- inga ber einkenni þess að lághraðalag liggi tiltölulega grunnt í jörðu undir suðurströndinni. í mælingum merktum 31 (Fljótshverli), L9 (Alviðruhamar- Breiðamerkurdjúp), L8 (Vík-Síða) og 34 (Mýrdalur) kemur fram stökk í farartímaritunum í 10-15 km íjarlægð frá sprengistað. Stökk í fartímaferlum geta átt sér þrjár skýringar. í fyrsta lagi getur lághraðalag í jarðskorpunni valdið því (samanber 2. mynd). í öðru lagi gctur misgengi valdið stökkinu og í þriðja lagi skyndileg breyting í lárétta stefnu í gerð eða þykkt einstakra laga, einkum nærri yfirborði. Ef misgengi eða snögg hraða- breyting í lárétta stefnu eru ástæður stökksins þyrftu að koma til miklar til- viljanir til að valda stökkinu í hér um bil sömu fjarlægð frá sprengistað á öll- um mælilínunum. Þá kemur fram í fyrr- nefndum mælingum vísbending um skuggasvæði í fartímaritunum og loks er halli fartímaferilsins minni eftir stökkið en fyrir. Allt þetta bendir til þess að um lághraðalag sé að ræða. Athugun á því hvernig styrkur bylgnanna breytist með fjarlægð frá skotpunkti hefur verið gerð á einni mælilínanna og hníga niðurstöður í sömu átt. Við túlkun þessara mælinga er ógjörningur að segja til um hvort lághraðalagið sé fremur þunnt og með mun lægri hraða en lögin ofan þess eða hvort það er fremur þykkt með lítið lægri hraða en aðliggjandi lög. í túlkun er auðvelt að ákvarða hvernig hraðinn breytist með dýpi frá yfirborði og niður að lághraðalaginu. Því verður dýpið niður að lághraðalaginu að teljast sæmilega vel ákvarðað. Með því að gera ráð fyrir að um sama lághraða- lagið sé að ræða í öllum mælilínum og hraði þess sé alls staðar hinn sami fæst að hraðinn í lághraðalaginu hlýtur að vera lægri en hæsti hraði sem mælist rétt ofan þess, sem er 4,3 km/sek. Mæl- ingar sem gerðar hafa verið á bylgjuhraða í setlögum í borholu í Vest- 173

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.