Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 38
2. mynd. Fundarstaðir eyramöls (Gesneria centuriella (Den. & SchifT.)) á íslandi. skv. reitakerfi (Hörður Kristinsson og Bergþór Jóhannsson 1970). — Localities of Gesneria centuriella (Den. & Schiff.) in lceland. breiðu á sendnum bakka Lindaár og hitt á flugi yfir áreyrum við sömu á nokkru sunnar. Þar óx einnig eyrarós. A 2. mynd eru sýndir fundarstaðir eyra- möls á íslandi. Hér á landi hefur eyramöl verið safn- að á tímabilinu frá 26. júní til 12. ágúst, þ.e. um miðbik sumars. Það samræmist vel upplýsingum um athafnatíma fullvöxnu dýranna í Finnlandi. Þar hef- ur þeim verið safnað á tímabilinu frá 5. júlí til 12. ágúst (Valle 1933, Linna- luoto & Koponen 1980). Um lífshætti eyramöls er það helst að segja, að lirfan er talin nærast á sigur- skúfi (Epilopium anguslifolium L.) í Norcgi og Finnlandi, þar eð eyramölurinn lað- ast einkum að þeirri plöntutegund (Valle 1933, Koponen pers. uppl.). í öllum þeim tilfellum, sem tegundinni hefur verið safnað á íslandi, hefur eyrarós verið áberandi á söfnunarstaðn- um eða í nágrenni hans. Þar sem eyrarós og sigurskúfur eru náskyldar plöntur, er ekki ósennilegt, að eyramöl- ur geti lifað á þeim báðum. Sennilega byggir eyramölur þó aíkomu sína fyrst og fremst á eyrarós hérlendis. Sú teg- und er útbreidd um land allt og víða algeng (Eyþór Einarsson 1973). Sigur- skúfur hefur hins vegar strjála út- breiðslu hér á landi (sjá Stefán Stefáns- son 1901). Þeim Hálfdáni Björnssyni, Seppo Koponen, Pcr Douwes og Ævari Pet- ersen ber að þakka veittar upplýs- ingar og aðstoð við ritun þessa greinarkorns. 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.