Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 45
3. mynd. Pseudevernia furfuracea, eintök frá Austurskógum. — Pseudevernia furfuracea, samples from Austurskógar. breidd í skógum frá Lóni suður í Suður- sveit. Hún hefur nú fundist í Tungu- fellsskógi við Hoífell í Nesjum (leg. Sig- ríður Baldursdóttir 1979), í Austur- skógum í Lóni og Viðborðsdal á Mýr- um (lcg. Hálfdán Björnsson 1979, 1980 og 1981), alls staðar á greinum birki- trjáa. Hálfdán sendi eintak frá Steina- dal til nafngreiningar um veturinn á meðan verið var að vinna úr þeim sýn- um, sem safnað var 1979, og er sá fundur því algjörlega óháður hinum fyrri. Sum eintökin eru ekki nægilega þroskuð til að hægt sé að greina þau óyggjandi ein sér, en önnur, einkum frá Steinadal, eru dæmigerð fyrir teg- undina. Að svo stöddu er þó engin ástæða til að ætla annað, en öll eintökin heyri til sömu tegund. UMRÆÐA Þessi óvænti fundur svona margra nýrra og sjaldgæfra fléttutegunda á birki í Austur-Skaftafellssýslu, svo og óvenju mikið magn ýmissa annarra teg- unda, bendir eindregið til þess, að þar séu betri skilyrði fyrir ásætugróður á birki, en annars staðar á landinu. Skýr- ingin á þessu gæti verið sú, að þarna fer það saman, að svæðið hefur rakt úthafs- loftslag, og einnig að þarna eru dalir umluktir háum íjöllum, sem veita nægj- anlegt skjól fyrir vindþurrkun. Rakt úthafsloftslag er að jafnaði hag- stætt fyrir ásætugróður, en víða á ís- landi virðast vindhraði og/eða vind- tíðni draga mjög úr hinum hagstæðu áhrifum úthafsloftslagsins. Vindþurrk- un er hér eflaust einhver versti óvinur 187

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.