Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 47
Anthony Martin: Blikönd (Polysticta stelleri (Pallas)) séð í fyrsta sinn á Islandi Um áttaleytið að kvöldi 5. júní 1981, var ég á gangi á bökkum Mývatns skammt vestan Reynihlíðar. Veður var milt, andvari, lágskýjað en góð og jöí'n birta. Skilyrði til fuglaskoðunar voru því ágæt. Er ég nálgaðist litla vík, syntu út úr henni 3 endur og héldu lengra út á vatnið. Tvær andanna voru greinilega toppendur (Mergus serrator L.)en sú þriðja kom ókunnuglega fyrir sjónir. í fyrstu virtist öndin að mestu hvít en auk þess hnarreistari og breiðari um sig en toppendurnar, sem voru með henni. Pessi önd var lítið eitt minni en húsönd (Bucephala islandica (Gmelin)), en sú tegund var í grenndinni til samanburð- ar. Höíuðlag hcnnar var ávalt, og hélt hún stuttu stélinu á ská lítið eitt upp á við miðað við vatnsílötinn. Við nánari cítirgrennslan komu eftirtalin einkcnni einnig í ljós; svart stél og undirstélþök- ur, svartir blettir á hálsi og svartar rendur á baki. Um tíuleytið morguninn eftir, 6. júní, sást öndin aftur á sama stað. Var hún enn í fylgd tveggja toppanda. í þetta sinn komst ég talsvert nær þeim en daginn áður. Sást þá svartur og nær kringlóttur blettur stutt aftan við brjóstið, rétt ofan við vatnsílötinn. Blctturinn var greinilegri þegar fuglinn reisti sig á vatninu og baðaði út vængj- um, en þá sást einnig að fuglinn var ryðbrúnn að neðanverðu. Strax var ljóst, að þessi önd var ekki hvítönd (Mergus albellus L.), sem sést hefur á Mývatni undanfarin ár (Arnþór Garðarsson 1976). Hvítöndina þekkti ég mjög vel úr vetrarheimkynnum hennar á Bretlandseyjum. Þessi önd var einnig greinilega frábrugðin dugg- andarblikum (Aylhya marila (L.)), hávellu (Clangula hyemalis (L>)) og hvin- önd (Bucephala clangula (L.)), en þessar tegundir voru allar nálægt til sam- anburðar. Lögun, stærð og búningur Náttúrufræðingurinn, 51 (4), bls. 189—191, 1981 189

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.