Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 48
1. mynd. Karlfugl blikandar. Myndin er tekin í hinum fræga andagarði í Slimbridge, Englandi. — A male Steller’s Eider in Slimbridge, England. Ljósm./photo: The Wildfowl Trust. andarinnar gat einungis átt við karlfugl blikandar (Polysticta stelleri (Pallas)). Hef'ur sú tegund aldrei fyrr sést á ís- landi, svo vitað sé (sjá 1. mynd). Greining andarinnar sem blikönd var síðan staðfest af þrem öðrum fugla- athugendum. Þann 11. júní sá Arni Einarsson bliköndina á vík framan við Reynihlíð. Euglinn var enn með tveim toppöndum, en daginn eftir sá Árni hana eina sér á sömu slóðum. Kafaði hún í sífellu mcð hálfopna vængi að hætti æðarfugla (Somateria mollissima (L.)), auk þess scm fuglinn reigði sig líkt og úandi æðarbliki. Þann 15. júní sájóhann Óli Hilmars- son bliköndina á 200-400 m færi undan Reykjahlíð. Sást hún bæði á sundi og fljúgandi. Daginn eftir var Árni Waag Hjálmarsson á ferð á þcssum slóðum. Sá hann fuglinn á um 150 m færi milli Rcykja- og Reynihlíðar. Ekki er vitað um fleiri athugendur sem sáu þennan fugl. Bliköndin er norrænn fugl, sem verp- ur aðallega í Alaska og norðausturhluta Síberíu. Hún hefur þó fundist verpandi á Novaya Zemlya og líklega í Noregi. Aðalvetrarstöðvar blikandarinnar eru á sunnanverðu Beringshafi og nyrst á Kyrrahaíi. Miklu færri fuglar sjást að vetrarlagi við strendur Finnmarkar og Murmansk. Þar er fjöldinn einnig breytilegur og fer það líklega cftir ísskil- yrðum á hverjum tíma. Óvíst er hvaðan þessir fuglar eru upprunnir en að lík- indum frá síbirísku varpstöðvunum. Annars staðar í Evrópu sést bliköndin á 190

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.