Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 13
sakað undafífla hér á landi áður en
Ingimar fór að fást við þá, einkum þó
Svíinn H. Dahlstedt og Norðmaðurinn
S. O. F. Omang, en þeir skrifuðu báð-
ir töluvert um þær rannsóknir og ber
þar helst að nefna grein Dahlstedts frá
1904 og Omangs frá 1938. í þeirri síð-
ari er getið 106 tegunda og 17 afbrigða
undafífla héðan. En þó Omang hefði
ferðast hér um hluta úr sumri til rann-
sókna og athugað gögn héðan í söfn-
um var mjög margt ógert á þessu sviði
og það hafði Ingimar orðið var við,
þegar hann fór að reyna að greina þá
undafífla, sem hann fann á ferðum
sínum.
Fyrstu greinina um undafífla
skrifaði Ingimar í Náttúrufræðinginn
1951 um nýtt afbrigði af fellafífli, ein-
um algengasta undafíflinum hér, og þá
næstu í sænska tímaritið Svensk bota-
nisk tidskrift 1954. Sama ár kom líka
út eftir hann í færeyska ritinu Fróð-
skaparrit grein um færeyska undafífla,
sem hann hafði fengið senda og var
beðinn að greina, og sýnir það að
hróður hans sem sérfræðings á þessu
sviði var farinn að berast til annarra
landa. Hann birtir svo yfirlitsgrein um
undafífla í Náttúrufræðingnum 1955
þar sem hann skrifar bæði um ættkvís-
lina í heild en þó einkum um íslenskar
tegundir hennar og rannsóknir á þeim.
Þar segir hann fjölmargar tegundir
hafa komið í leitirnar hér eftir að grein
Omangs frá 1938 kom út og sem lág-
markstölu nefnir hann að hér muni
vaxa um 170 tegundir. Loks telur hann
rannsóknir á íslenskum undafíflum og
samanburð við skyldar tegundir í ná-
grannalöndum okkar mjög þýðingar-
mikinn og geta hjálpað til að leysa
spurninguna um uppruna og aldur ís-
lensku flórunnar. Flestar tegundir
undafífla, sem oft eru reyndar kallaðar
smátegundir, æxlast þannig að fræ
verða til án þess að frjóvgun eigi sér
stað, þ. e. án blöndunar milli einstakl-
inga. Þess vegna erfast allar stökk-
breytingar á þeim frumum móður-
plöntunnar sem fræ myndast úr beint
til afkvæma, en þurrkast ekki út eða
jafnast þar sem enginn blöndun verð-
ur. Afkvæmi mynduð við slíka æxlun
verða lifandi eftirmynd móðurplönt-
unnar, oft margar kynslóðir eða þang-
að til ný stökkbreyting verður og ný
smátegund myndast, sem svo aftur
getur verið stöðug kynslóð fram af
kynslóð í lengri tíma. Það eru oftast
smávægileg einkenni, sem skilja þess-
ar smátegundir að, og krefst að-
greining þeirra því mikillar ná-
kvæmnisvinnu. En, eins og Ingimar
segir, nákvæmur samanburður við
undafífla nágrannalandanna getur ’.eitt
í ljós hvaðan þeir íslensku eru ættaðir,
og í þessari grein telur hann að sumir
þeirra líkist mest norskum undafíflum,
aðrir færeyskum, en enn aðrir bresk-
um og fari þetta nokkuð eftir lands-
hlutum. Helstu undafíflarit Ingimars
voru skrifuð á ensku, en allar tegunda-
lýsingar á latínu, og komu út hjá
Vísindafélagi íslendinga. Hið fyrsta
birtist 1957, grein upp á IV2 örk með
lýsingum nýrra tegunda hér á landi.
Þar er fyrst rakin í innangi rann-
sóknasaga íslenskra undafífla, en síð-
an lýst 72 nýjum tegundum og 25 nýj-
um afbrigðum tegunda, og getið út-
breiðslu þeirra og skyldleika við aðrar
tegundir, og myndir eru af nýju teg-
undunum. 1961 kom svo út 16
blaðsíðna viðbót við þessa grein og var
þar lýst 10 nýjum tegundum til viðbót-
7