Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 16
góðar þarfir. í henni eru myndir og
ýtarlegar lýsingar á 98 tegundum ís-
lenskra sæskelja, sem fundist hafa
ofan við 400 m dýptarlínu. I bókinni er
ýtarlegur greiningarlykill til þess að
auðvelda lesandanum að ákvarða nöfn
hinna einstöku tegunda.
I grein um íslenskar sæskeljar í Nátt-
úrufræðingnum sama árið og Skel-
dýrafánan kom út gerir Ingimar
athyglisverðan samanburð á skeldýra-
fánu Islands og nágrannalanda okkar.
Við Noregsströnd höfðu þá fundist
145 tegundir, 137 við Bretlandseyjar,
116 við Danmörku, 79 við aust-
urströnd Norðurameríku, 62 við Fær-
eyjar, 59 við Grænland og 53 við
Svalbarða. Island er þannig fjórða í
röðinni varðandi fjölda sæskelja á
þessu svæði og er skeldýralíf því fjöl-
skrúðugt hér miðað við legu landsins.
Skeldýrafána íslands er skyldust
þeirri norsku, því 84 tegundir eru sam-
eiginlegar. Af hinum tegundunum
voru þó tvær, sem hvergi höfðu fundist
annars staðar á grunnsævi en við
strendur íslands. Eru það Ijósaskel
(Axinalus subovatus) og unnardrekka
(Lima similis). Sé litið á dreifingu
hinna einstöku tegunda við strendur
íslands þá eru þær flestar við Suður-
og Vesturland, en heldur færri við
Norður- og Austurland. Sumar teg-
undir finnast eingöngu í heita sjónum
svo sem ígulskel (Cardium echina-
tum), en aðrar, eins og fagurskel (Car-
dium elegantulum) eru aðeins til í
kalda sjónum og svo eru aðrar sem eru
til allt kringum landið. Má þar nefna
kúfskel (Cyprina islandica), sem er al-
geng umhverfis allt land á 0—100 m
dýpi.
Flestar tegundir hér við land lifa á
svæðinu frá fjöruborði og niður á 100
m dýpi. Eftir því sem dýpkar meira
fækkar tegundunum, en þó höfðu árið
1952 fundist 26 tegundir á meira en
400 m dýpi.
Ingimar benti í ofannefndri grein
réttilega á þá hagnýtu þýðingu sem
skeldýrin gætu haft hér á landi, t. d.
kræklingur og kúfskel og einnig skelja-
kalk, en þá var að hefjast framleiðsla
sements úr skeljasandi í Faxaflóa.
Ekki hefur enn hafist nýting á
kræklingi né kúfskel að ráði en veiðar
á hörpudiski eru nú orðin snar þáttur í
veiðum okkar, t. d. öfluðust tæp 12
þús. tonn af hörpudiski árið 1982.
Ingimar bendir einnig á þýðingu
skeldýra, sem fæðu ýmissa nytjafiska,
svo sem ýsu og steinbíts. Hann nefnir
einnig þá athyglisverðu staðreynd að
hann fann tæpan helming allra ís-
lenskra skeljategunda í fiskmögum,
aðallega ýsumögum. Þá minnist hann
á þýðingu skeldýrafræðinnar fyrir ýms-
ar aðrar mikilsverðar greinar nátt-
úrufræðinnar svo sem haffræði, veður-
fræði, fornjurtafræði og jarðlagafræði.
Skeldýrin hafa gegnt þýðingarmiklu
hlutverki varðandi skilning okkar á
langtímasveiflum í sjávarhita við
strendur landsins og ris landsins úr sjó
á undanförnum árþúsundum.
Eftir að skeldýrafánan kom út birti
Ingimar reglulega greinar í Nátt-
úrufræðingnum um nýjungar varðandi
útbreiðslu skeldýra við landið svo og
fund nýrra tegunda. Með tilkomu
nýrra rannsóknaskipa, og þá aðallega
r/s Bjarna Sæmundssonar, jukust
mjög möguleikar á gagnasöfnun á
þessu sviði.
Arið 1962 kemur svo annað hefti
Skeldýrafánunnar og nefnist „Sæsnigl-
10