Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 39
ur benda til þess að lengri dagur örvi
meira breytingu geldra sprota í frjóa
hjá língresi en vallarsveifgrasi. í Rea-
ding verður dagur aldrei lengri en 18
stundir. Nægði það augljóslega ekki til
að mynda blómsprota hjá sumum arf-
gerðum íslenska língresisins. Þar
skriðu þessar arfgerðir því annaðhvort
mjög seint eða alls ekki. Hábjörg
(1979) skýrir frá svipaðri niðurstöðu,
þegar vallarsveifgrasstofnar frá norður
Noregi voru ræktaðir í suður Noregi.
Hann taldi að norðlægu stofnarnir
hefðu skriðið seint vegna þess að dag-
ur varð ekki nógu langur í suður Nor-
egi til þess að blómsprotar gætu
myndast.
í Reading urðu sumar íslensku
arfgerðanna blaðgrónar í stað þess að
mynda fræ á eðlilegan hátt. Norðlægar
arfgerðir geta orðið blaðgrónar við
viss skilyrði (sjá t. d. Nygren 1949,
Harmer 1978). Blaðgróið língresi hef-
ur þó ekki fundist villt á íslandi svo
vitað sé, en Áberg (1940) hefur lýst
blaðgrónu hálíngresi og skriðlíngresi í
norður Skandinavíu. Ólíklegt er að
blaðgróin form séu hluti af aðlögun
þessara plantna að umhverfi sínu, þar
sem engar blaðgrónar plöntur fundust
á Korpu. Sennilega hefur blómmynd-
un hjá íslensku língresisplöntunum
truflast og þær því orðið blaðgrónar í
Reading við að vaxa við hitastig og
daglengd, sem þær höfðu ekki að-
lagast (Ryle 1965, Latting 1972).
Athyglisvert er að dagur var styttri
þegar íslenska vallarsveifgrasið skreið
en þegar íslenska língresið skreið. I
norsku vallarsveifgrasi myndast blóm-
sprotar snemma á haustin hjá norð-
lægum stofnum (Hábjörg 1978). Ef
slíkt hið sama gerist hjá íslenska vall-
arsveifgrasinu, er myndun blómsprota
ekki háð daglengd að vori og hitastig
ræður mestu um hversu hratt puntur-
inn þroskast. Myndun blómsprota hjá
língresi verður aftur á móti sennilega
ekki fyrr en um vorið, eftir að plantan
hefur vaknað úr vetrardvala og dagur
er orðinn langur.
Ýmsar athuganir hafa sýnt að meiri
áhersla er lögð á kynlausa æxlun með
ofanjarðar- eða neðanjarðarrenglum í
stað kynæxlunar með fræi hjá þeim
plöntum sem slíkt er mögulegt, eftir
því sem umhverfið verður harðneskju-
legra (sjá t. d. Mooney og Billings
1961, Whigham 1974). Kom það
greinilega í ljós hjá vallarsveifgras-
stofnunum í Reading. Blómsprota-
hlutfall bresku stofnanna, sem komu úr
mildasta loftslaginu var hærra en ís-
lensku stofnanna. Auk þess var blóm-
sprotahlutfall villtu stofnanna frá
Gullfossi og Skálafelli lægra en hinna
íslensku stofnanna, bæði í Reading og
Korpu. Blómsprotahlutfall bresku
stofnanna var aftur á móti miklu lægra
á Korpu en í Reading. Það bendir til
þess að plönturnar hafi skort orku og
hitastig hafi verið of lágt til þess að
blómsprotar mynduðust á eðlilegan
hátt.
í Reading olli stopult skrið hjá lín-
gresisstofnunum frá Sámsstöðum og
Akureyri lágu blómsprotahlutfalli.
Aftur á móti var hlutfall blómsprota
miklu hærra hjá villtu língresisstofnun-
um íslensku en samsvarandi vallar-
sveifgrasstofnum, einkum í Reading.
Eflaust endurspeglar þetta tak-
markaða hæfileika língresisins til þess
að fjölga sér með kynlausri æxlun og
breiðast út með jarðrenglum á sama
hátt og sveifgrasið. Því er lögð meiri
29