Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 78
121. Halldórsstaðir, Reykdælahr., S.-Þing. (1) Jörðin Halldórsstaðir I í Laxárdal. (2) Fjöl-
breytt, lítt raskað landslag neðan frá Laxá og upp í hciði. (3) Stefnt er að friðun, nt. a. í
þágu rannsókna.
122. Gervigígaþyrpingar í Aðaldal, Aðaldælahr., S.-Þing. (I) Gjallgígar og borgir í miðjurn
Aðaldal við bæina Haga, Nes, Hafralæk, Garð. Jarlstaði, Tjörn og Knútsstaði. (2)
Fjölbreyttar gcrvigigamyndanir í Laxárhrauni yngra. (3) Knútsstaðaborgir friðlýsist
sem náttúruvætti og annars staðar þarf að binda efnistöku við ákveðna staði.
123. Votlendi á Sandi og Sílalæk, Aðaldælahr., S.-Þing. (1) Miklavatn í Aðaldal og mýr-
lendi umhverfis það milli Aðaldalshrauns. Sjávarsands og Skjálfandafljóts, í löndum
Sands og Sílalækjar. (2) Stórt og gróðurmikið vatn og víðáttumikil flæðilönd með
niiklu fuglalífi. (3) Landslags- og gróðurvernd æskileg.
124. Tjörneslögin, Tjörneshr., S.-Þing. (1) Strandlengja og sjávarbakkar á vestanverðu
Tjörnesi frá Köldukvísl norður og austur fyrir Breiðuvík. (2) í sjávarbökkunum koma
fram þykk setlög frá tertíer og ísöld. Eru þar bæði skeljar og surtarbrandur. (3)
Æskilegt er. að sem minnst verði hróflað við þessunt jarðlögum.
123. Yoludalur, Tjörneshr., S.-Þing. (1) Nesið milli Sandvíkur og Breiðuvíkur. (2) Lunda-
byggð og sérkennileg móbergshamraströnd. (3) Gera þarf ráðstafanir til verndar
lundabyggðinni.
126. Tungnafellsjökull og umhverfi. (l)Jökullinn og svæðið umhverfis, með Nýjadal (Jök-
uldal), Tómasarhaga svo og jarðhitasvæði í Vonarskarði. (2) Fjölbreytilegt landslag
með fögrum og sérstæðum gróðurvinjum. (3) Stofnun friðlands æskileg m. a. vegna
útivistar og náttúruskoðunar.
127. Laufrönd og Neðri-Botnar, S.-Þing. (1) Gróðurlendi í vesturjaðri Ódáðahrauns. (2)
Gróðursæit umhverfi lindavatna í 7—800 m y. s. (3) Gróðurvernd æskileg.
128. Gæsavötn við Gæsahnjúk, S.-Þing. (1) Vötn við suðurjaðar Ódáðahrauns norðvestan
Vatnajökuls og umhverfi þeirra. (2) Lindavötn og hálendisvin í um 920 m y. s. (3)
Landslags- og gróðurvernd æskileg.
129. Jökulsárgljúfur, austan ár, Öxarfjarðarhr., N.-Þing. (1) Svæðið austan Jökulsár frá
Dettifossi í suðri, og norður að brú við Ferjubakka, austurmörk um Litla-Byrgi, Kjal-
arás, Sauðafell og Rauðhól. (2) Fjölbreytt landslag og ríkulegur gróður. (3) Æskilegt
að þetta landsvæði verði hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum.
130. Votlendi við Oxarfjörð, Kelduneshr., N.-Þing. (1) Lón, Víkingavatn, Arnarneslón,
Litlaá (Stórá), Skógakíll og Skógalón, ásamt nálægum mýrum. (2) Sjávarlón og
gróðurmikil grunn vötn. Starengjar, keldur og þornaðir árfarvegir. Mikið fuglalíf. (3)
Vernd landslags og lífríkis æskileg.
131. Röndin við Kópasker, Presthólahr., N.-Þing. (1) Sjávarbakkar frá Kópaskeri suður að
Snartarstaðalæk. (2) Jarðmyndun frá lokum ísaldar (Kópaskersskeið), sjávarset með
skeljum og jökulruðningur. Minjar um hopunarsögu ísaldarjökulsins. (3) Forðast ber
röskun á jarðmyndunum.
132. Kverkfjöll— Krepputunga, N.-Múl. (1) Kverkfjöll, Kverkfjallarani og Krepputunga.
Svæðið miili Jökulsár á Fjöllum og Kreppu og suður í Vatnajökul. (2) Stórbrotið
landslag með virkunt eldstöðvum og fjölbreytilegum jarðmyndunum. Jarðhitasvæði í
Hveradal og Hveragili. íshellir í sporði Kverkjökuls. Kjörið land til útivistar og nátt-
úruskoðunar. (3) Friðlýsing í undirbúningi til viðbótar friðlandi í Hvannalindum.
68