Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 81
155. Hálsar og Hálsarætur við Djúpavog, Búlandshr., S.-Múl. (1) Hálsar og svæðið ofan
þjóðvegar frá Kambshjáleigu út fyrir Rakkaberg og inn með að norðan á móts við
Nautalág. (2) Fjölbreytilegt landslag með sérkennilegum kömbum (berggöngum)
skógarreit og góðum gróðurskilyrðum mót suðri. (3) Fyrirhugað útivistarsvæði í ná-
grenni Djúpavogs. Gróðurvernd æskileg.
156. Papey, Búlandshr., S.-Múl. (1) Papey og úteyjar. (2) Stór, vel gróin eyja með fjöl-
breyttu landslagi og miklu fuglalífi. (3) Friðlýsing æskileg.
157. ÁlftaQörður, Geithellnahr., S.-Múl. (1) Syðri hluti Álftafjarðar sunnan Brimilsness.
(2) Víðáttumiklar ísaltar leirur með einstæðum gróðri. (3) Forðast ber röskun á lífríki.
158. Hofsdalur og Tunga (Hofstunga), Geithellnahr., S.-Múl. (1) Hofsdalur innan við
Eyðikinnargil og Flugustaðadalur norðan Hofsár syðri (Suðurár). Að vestan og norðan
ráða vatnaskil. (2) Gróðursælir dalir með vöxtulegu kjarri og skógarteigum kringdir
litríkum og háum fjöllum. Margir snotrir fossar, einkum í Hofsá og tvö vötn inn undir
Hofsjökli. (3) Vernd landslags og hlífð við skóglendi æskileg.
159. Hvalnes, Bæjarhr., A.-Skaft. (1) Jörðin Hvalnes í Lóni. (2) Sérkennilegt og fagurt
landslag með hömrum úr djúpbergi. (3) Landslagsvernd æskileg.
160. Lónsfjörður, A.-Skaft. (1) Fjörðurinn og strandlengjan við hann, svo og Fen við
Hraunkot. (2) Grunnur fjörður nteð þroskamiklum og sérstæðum botngróðri, sjávar-
fitjar og mýrlendi með tjörnum. Þýðingarmikill viðkomustaður farfugla. (3) Æskilegt
er, að svæðið fái að haldast í núverandi mynd.
161. Þórisdalur, Bæjarhr., A.-Skaft. (1) Land jarðarinnar Þórisdals í Lóni, vestan þjóðveg-
ar milli Laxár, Jökulsár og Skyndidalsár. (2) Fjölbreytt og litríkt landslag. Skóglendi
(Dalsskógur) í norðanverðum Laxárdal. (3) Friðlýsing æskileg vegna útivistar og
tengsla við friðlandið á Lónsöræfum.
162. Laxárdalur, Nesjahr., A.-Skaft. (1) Laxárdalur að meðtöldum malarkambi í dals-
mynninu, að öðru Ieyti ráða vatnaskil til Laxár. (2) Dalur með fjölbreyttum og Iitríkum
jarðmyndunum, mýrlendi og tveimur vötnum. Talsvert fuglalíf. (3) Friðlýsing æskileg.
163. Skarðsfjörður, A.-Skaft. (1) Fjörur og grunnsævi í Skarðsfirði öllum. (2) Lífauðugar
leirur og grunnsævi með miklu fuglalífi. (3) Æskilegt er að halda svæðinu í núverandi
mynd.
164. Álaugareyjarþúfa, Hafnarhr., A-Skaft. (1) Kletthöfði, gróinn hið efra, í Álaugarey við
höfnina á Höfn. (2) Sunnan í höfðanum er gangur (eldrás), sem virðist tengjast hraun-
lagi í kolli höfðans. (3) Friðlýsist sem náttúruvætti.
165. Ósland, Hafnarhr., A.-Skaft. (1) Vesturhluti samnefnds tanga inn af Hornafjarðarósi.
(2) Höfði sunnan hans og tjörn með votlendiskraga og fuglalífi. Á tanganum finnast
för eftir trjáboli. (3) Stefnt er að friðlýsingu innan ramma skipulags Hafnar.
166. Baululjöm, Mýrahr., A.-Skaft. (1) Baulutjörn á Mýrum, Hornafirði, ásamt nánasta
unthverfi. (2) Óvenju lífrík tjörn í votlendi. Mikið fuglalíf. (3) Æskilegt að lífríki fái að
haldast í núverandi mynd.
71