Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 120

Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 120
ræða, þykir okkur rétt að birta þessar athuganir og hafa þannig þessar upp- lýsingar tiltækar þeim, sem síðar kynnu að fá áhuga á slíku efni. Ekki mátti fara öllu síðar af stað til þess að afla gagna um selafárið 1918. Núlifandi heimildamenn, sem þekktu selafárið 1918 af eigin raun eða af umtali eru vandfundnir, vegna þess hversu langt er um liðið, en 65 ár eru nú liðin frá þessum atburðum. Ritaðar heimildir um selafárið 1918 fundust í dagblöðum frá tímabilinu 25. ágúst til 20. september 1918. Sumt af því, sem birt var í blöðunum á þessum tíma, er þó fremur skrifað í gamni en alvöru. Einnig hefur verið fjallað um selafárið í 3 greinum í Náttúrufræð- ingnum (Guðmundur G. Bárðarson 1931; Björn Guðmundsson 1937; Ás- geir Bjarnason 1939). Auk þess kom í leitirnar óbirt grein eftir Njál Frið- björnsson, dagsett 16. desember 1931, um selafárið á Skjálfanda 1918, sem send var ritstjóra Náttúrufræðingsins. Skráðar heimildir, sem höfundar vita um, geta þess einungis að selafár- ið hafi herjað norðanlands, á svæðinu frá Húnaflóa austur í Þingeyjarsýslur og við norðanverðan Faxaflóa. Því var haft samband við allmarga menn utan áðurnefndra svæða og þeir inntir eftir því hvort þeir þekktu af eigin raun eða umtali til umrædds selafárs 1918. Var með þessu móti unnt að rekja út- breiðslu fársins til mun stærra svæðis en ritaðar heimildir greina. Sömuleiðis fengust hjá nokkrum aðilum greinar- góðar lýsingar á sjúkdóminum og hegðun hans. Hér fer á eftir lýsing á útbreiðslu selafársins 1918 eins og höfundum er hún kunn samkvæmt skriflegum og munnlegum heimildum. Á eftir út- breiðslukaflanum verður fjallað um einkenni sjúkdómsins og síðan rætt um hugsanleg tengsl við spönsku veik- ina 1918. Skrá er yfir heimildamenn og heimildarit aftast í greininni. ÚTBREIÐSLA SELAFÁRSINS 1918 Fyrstu heimildir um óeðlilegan seladauða við Island árið 1918 eru frá Hvallátrum í V-Barðastrandarsýslu. í nánd við Látur drápust um 10 selir síðari hluta vetrar og vorið 1918. Sum- ir selanna skriðu upp á sjávarkamb og drápust, aðrir fundust reknir dauðir á fjörur. Síðast í maí var aflífaður lands- elur skammt frá Látrum sem skriðið hafði um 50 m upp fyrir sjávarkamb, og var hann skinhoraður. Ekki voru selirnir nýttir; voru þeir ekki taldir hirðandi vegna uppdráttar. Einhverjir selnna voru með skitu (Þórður Jóns- son, munnl. uppl.). Engar heimildir eru um seladauða í ísafjarðarsýslum. Hugsanlegt er, að upptök selafársins hér við land hafi verið skammt frá Látrum, því að sela- fárið geisaði við norðanverðan Breiða- fjörð og við Húnaflóa sumarið 1918 eins og nú verður rakið. Sumarið 1918 rak hræ af rosknum, grindhoruðum landselum á fjörur á Rauðasandi, Barðaströnd og eitthvað inn í Breiðafjörð (Einar Bjarnason, munnl. uppl.). Á Rauðasandi bar nokkuð á því að lifandi en fárveikir landselir í Bæjarósi eða í nánd við ósinn, skriðu upp á land. Voru sumir þeirra aflífaðir og var talið, að þeir væru með lungnabólgu. Ekki er hægt að segja, að landselurinn á Rauða- sandi hafi drepist í stórum stíl, en 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.