Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 133
inn). Þau hafa enn verið í veggnum og
vart fullþroska, þegar þau voru grafin
upp. Á þeim er engin greinileg „hetta"
en útbyrðan hefur hjaðnað niður og
myndar örþunnt, moldarblandað
hisnri utan á aldinunum.
Gróin í íslensku eintökunum eru lít-
illega vörtótt og yfirleitt dálítið stærri
en vanalega er gefið upp fyrir tegund-
ina (sjá t. d. Andersson 1950, Kers
1975 og Kreisel 1973).
Disciseda bovista, sem er náskyld
ofangreindri tegund, og verður vart
skilin frá henni nema með smásæjum
einkennum, hefur gró af svipaðri
stærð, þ. e. 5-9 p, en þau eru með
mikið grófari vörtum (sbr. Eckblad
1971). Morten Lange (1977) getur um
D. candida frá Grænlandi, með 5.5-
7.5 p stórum, smávörtóttum gróum,
sem stemmir vel við eintökin frá Hofi.
Kers (1975) ræðir nokkuð uin milli-
stig milli D. candida og D. bovista,
þ. e. eintök sem hafa gróstærð kring-
um 6 p og hrufur af meðalstærð. Er
hugsanlegt að þar sé unt „millitegund-
ir“ að ræða, en ekki verður farið frek-
ar út í þá sálma hér, heldur ntiðað við
hefðbundna skiptingu tegundanna.
Virðist liggja nær að útvíkka skil-
greiningar þeirra og gera ráð fyrir
meiri breytileika innan tegundar. Geta
má þess að Kreisel (1976) hefur lýst
nýrri tegund, er hann kallar Disciseda
alpina frá fjöllum í Nepal (Indlandi),
og virðist hún vera mjög nálægt D.
candida, samkvæmt lýsingu hans.
Þegar Disciseda candida hefur losn-
að upp líkist hún einna mest blýeldin-
um (Bovista plumbea), en þó eru ís-
lensku eintökin brúnni og Ijósari en
hann. Einnig líkist hún meleld (B.
tomentosa), en hefur þykkri byrðu.
Auðvelt er að greina Bov/íía-tegund-
irnar frá Disciseda með smásjárskoð-
un á gróununt, sem eru með hala hjá
þeirri fyrrnefndu.
VAXTARSTAÐIR OG
ÚTBREIÐSLA
Samkvæmt tiltækum heimildum er
DAcAer/a-tegundir helst að finna á
svæðum með meginlandsloftslagi, oft-
ast í þurrum, sendnum og meira eða
minna steppukenndum gróðri (t. d.
Andersson 1950, Kreisel 1973). Kers
(1975) gefur nákvæma lýsingu á hinum
sænsku vaxtarstöðum D. candida, og
telur að þeir séu oftast skóglaus
(opin), þurr ræktarlönd, sem oft eru
beitt af sauðfé eða tröðkuð af
mönnum (t. d. fótboltavellir, flugvell-
ir o. s. frv.). Hann telur tegundina
ekki sérlega kalkelska. Ársúrkonta á
þessum stöðum er yfirleitt lág, eða
400-500 mm. Þessar upplýsingar
stemma að ýmsu leyti vel við íslenska
fundarstaðinn, sem er á þeim hluta
landsins sem hefur minnsta úrkornu og
landrænast loftslag. Einnig sýna þær
að sveppurinn hefur vissa ntöguleika á
því að berast milli landa, þar sem hann
er svo tíður við mannabústaði.
Disciseda candida hefur fundist í
flestum heimshlutum og á Grænlandi
allt norður á 72° 15’ N. br. (Lange
1977). íslenski fundarstaðurinn er á
65° 47’ N. br. og í um 40 m y. s. í Sví-
þjóð hefur hún fundist nyrst á Alnön í
Medelpad, á 62° 27’ N. br. (Kers 1977).
Á Grænlandi óx hún í sendnunr rjúpna-
laufs-heimskauta-lyngs-móa móti suðri,
en í Medelpad á klöppum nteð þunn-
um jarðvegi á þurru engjasvæði.
Frá íran er þessarar tegundar getið
úr 2900 m hæð y. s. (Eckblad 1970),
119