Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 160
Oddur Sigurðsson:
Sprungur á sveimi
Mig langar til að vekja máls á nýyrði
í íslenskri jarðfræðiumfjöllun. Væri
óskandi að aðrir tækju undir og þá
yrði skipst á skoðunum um mörg önn-
ur orð og fræðiheiti, enda af nógu af
taka.
Margt er það í náttúrunni sem erfitt
er að lýsa með orðum. Til þess eru
myndir oft betur fallnar, a. m. k. til
skýringar með textanum. Engu að síð-
ur verður ekki komist hjá að fjalla um
algeng fyrirbrigði í ræðu og riti og
ríður þá á að vel takist til um orðaval
og nýyrði.
Eitt er það orð, sem hefur verið of-
arlega á baugi í jarðfræðirannsóknum
undanfarin ár, en ég get ekki fellt mig
við og ég veit að svo er einnig um ýmsa
aðra. Það er sprungusveimur. Þessu
orði er ætlað að lýsa kerfi sprungna
sem er allt að því óaðskiljanlegur hluti
megineldstöðva. Þetta sprungukerfi er
reglulegt, mjótt og langt belti, knippi
eða vöndur lóðréttra sprungna og eru
þær nær allar samsíða, eða því sem
næst. Sprungurnar smjúga eldstöðina,
eða segja má að eldstöðin, sem er
yfirleitt vænt kýli á landinu, knippi
sprungurnar saman. Til dæmis eru
tilsvarandi sprungubelti Kröflueld-
stöðvarinnar tæplega 100 km langt en
víðast innan við 6 km breitt.
í mörgum megineldstöðvum er einn-
ig kerfi bog- eða hringlaga sprungna,
sem tengjast sigkatli þar sem hann
myndast. Þessi tvennskonar kerfi þarf
að aðgreina enda eru þau ólík að eðli
og útliti.
Orðið sveimur hefur ótvíræða merk-
ingu óreglu, að því er mér finnst, sbr.
flugnasveimur, sveimhugi og sögnin
að sveima. Þó getur það nálgast að
vera regluleg hvirfing. Þess vegna
finnst mér fjarri lagi að hægt sé að lýsa
ofangreindu sprungukerfi, sem er
langt og mjótt og hefur ákveðna
stefnu, með orðinu sprungusveimur.
Má hæglega komast hjá því að nota
eitt ákveðið orð með því að lýsa kerfis-
bundnum sprungum í almennu orða-
lagi þar til vel viðeigandi orð kemur
fram. Sjálfur hef ég notað sprungu-
belti í skrifum um fyrirbærið en það
var að sumu leyti fremur lýsing en
heiti. Sprungubelti finnst mér þó vel
koma til greina sem fræðiheiti.
Hvað hringsprungunum viðvíkur
má kalla þær sprunguhvirfingu eða
sprunguhverfi. Síðara orðið notar
Árni Böðvarsson í Árbók ferðafélags
íslands 1976 (bls. 19), án þess að skil-
greina það nákvæmlega.
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 144, 1983
144