Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 160

Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 160
Oddur Sigurðsson: Sprungur á sveimi Mig langar til að vekja máls á nýyrði í íslenskri jarðfræðiumfjöllun. Væri óskandi að aðrir tækju undir og þá yrði skipst á skoðunum um mörg önn- ur orð og fræðiheiti, enda af nógu af taka. Margt er það í náttúrunni sem erfitt er að lýsa með orðum. Til þess eru myndir oft betur fallnar, a. m. k. til skýringar með textanum. Engu að síð- ur verður ekki komist hjá að fjalla um algeng fyrirbrigði í ræðu og riti og ríður þá á að vel takist til um orðaval og nýyrði. Eitt er það orð, sem hefur verið of- arlega á baugi í jarðfræðirannsóknum undanfarin ár, en ég get ekki fellt mig við og ég veit að svo er einnig um ýmsa aðra. Það er sprungusveimur. Þessu orði er ætlað að lýsa kerfi sprungna sem er allt að því óaðskiljanlegur hluti megineldstöðva. Þetta sprungukerfi er reglulegt, mjótt og langt belti, knippi eða vöndur lóðréttra sprungna og eru þær nær allar samsíða, eða því sem næst. Sprungurnar smjúga eldstöðina, eða segja má að eldstöðin, sem er yfirleitt vænt kýli á landinu, knippi sprungurnar saman. Til dæmis eru tilsvarandi sprungubelti Kröflueld- stöðvarinnar tæplega 100 km langt en víðast innan við 6 km breitt. í mörgum megineldstöðvum er einn- ig kerfi bog- eða hringlaga sprungna, sem tengjast sigkatli þar sem hann myndast. Þessi tvennskonar kerfi þarf að aðgreina enda eru þau ólík að eðli og útliti. Orðið sveimur hefur ótvíræða merk- ingu óreglu, að því er mér finnst, sbr. flugnasveimur, sveimhugi og sögnin að sveima. Þó getur það nálgast að vera regluleg hvirfing. Þess vegna finnst mér fjarri lagi að hægt sé að lýsa ofangreindu sprungukerfi, sem er langt og mjótt og hefur ákveðna stefnu, með orðinu sprungusveimur. Má hæglega komast hjá því að nota eitt ákveðið orð með því að lýsa kerfis- bundnum sprungum í almennu orða- lagi þar til vel viðeigandi orð kemur fram. Sjálfur hef ég notað sprungu- belti í skrifum um fyrirbærið en það var að sumu leyti fremur lýsing en heiti. Sprungubelti finnst mér þó vel koma til greina sem fræðiheiti. Hvað hringsprungunum viðvíkur má kalla þær sprunguhvirfingu eða sprunguhverfi. Síðara orðið notar Árni Böðvarsson í Árbók ferðafélags íslands 1976 (bls. 19), án þess að skil- greina það nákvæmlega. Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 144, 1983 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.