Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 180
milli miösepans og efri hliðarsepanna
er 36°—50°, en 42° að meðaltali (að-
eins 4 mælingar á tveim blöðum).
Hornið milli miðsepans og skerðing-
anna sitt hvoru megin er 26°—30°, en
29° að meðaltali (aðeins 4 mælingar á
tveim blöðum). Blaðbotninn er hjart-
laga. Blaðröndin er með fáeinar ein-
faldar, beinar (straight-straight) og
hvassar tennur, en á milli þeirra eru
breiðar, ávalar og stuttar tennur.
Blaðröndin hefur því allt annað útlit
en hjá A. islandicum.
I blöðunum eru 5 stórir aðalstreng-
ir, sem liggja eftir miðjum miðsepan-
um og hliðarsepunum. Þeir koma frá
miöjum blaðbotni, þar sem blað og
stilkur mætast. Aðalstrengirnir (1.
strengir) eru lítillega bognir. Hornið
milli þeirra og næst stærstu strengja (2.
strengja) er 40-50°. Næst stærstu
strengirnir liggja sitt á hvað eða tveir
og tveir saman út frá aðalstrengjun-
um, eru bognari en þeir og ná út í
tennurnar á blaðröndinni eða greinast
rétt innan við hana. Þriðju stærstu
strengirnir (3. strengir) liggja meira
eða minna hornrétt á aðalstrengina og
þá næst stærstu. Smástrengirnir milli
þriðju stærstu strengjanna mynda fer-
eða fimmhyrnda reiti, en innan þeirra
enda fínustu greinarnar oftast með tví-,
þrí- eða fjórgreiningu. Æðastrengja-
netið líkist í heild því sem við finnum
hjá A. islandicum, en tvígreining
grennstu smástrengja er ekki eins al-
geng. Yfirhúðin er ekki nægilega vel
varðveitt til þess að unnt sé að rann-
saka frumur og loftaugu, en engin
merki um hár fundust á blöðunum.
Eins og þegar hefur komið fram,
svipar þessum blöðum til blaða A. is-
landicum, en þau eru breiðari, með
stærri neðri hliðarsepa og tennur á
blaðröndinni eru færri, stærri og með
aðra lögun. Horniö milli miðsepans og
efri hliðarsepa er minna en hjá A.
islandicum og svipað því sem er hjá A.
crenatifolium. Hins vegar eru blöðin
með miklu grynnri skerðingar en blöð
A. crenatifolium eöa A. tricuspidatum,
sem einnig eru mjórri og með minni
hliðarsepa.
Samanburður við blöð núlifandi
tegunda virðist leiða í ljós náinn skyld-
leika við norður-ameríska sykurhlyn-
inn, A. saccharum. Blöðin eru jafn
stór, lögunin mjög svipuð, t. d. eru
tennurnar á blaðröndinni nær eins, og
æðastrengjanetið er afar líkt. Hins
vegar er sykurhlynurinn með breiðari
miðsepa og hliðarsepa og neðri hluti
miðsepans er oftar með samsíða hlið-
um. Borið saman við blöð A. macro-
phyllum Pursh, sem einnig vex í
Norður-Ameríku, virðast tennur á
blaðröndinni afar líkar, en blaðseparn-
ir eru breiðari á íslensku blöðunum.
Þar sem áðurnefnd blöð virðast frá-
brugðin blöðum útdauðra og núlifandi
tegunda má gera ráð fyrir því, að hér
sé um sérstaka tegund að ræða. Blöð
af þessari gerð hafa oftast fundist með
aldinum, sem hér hafa verið nefnd A.
askelssoni. Aldinin og blöðin virðast
nátengd, ef dæma má eftir tengslum
þeirra við núlifandi og útdauðar teg-
undir, og má því gera ráð fyrir, að þau
heyri til sömu tegundar. Ekki verður
þó unnt að slá því föstu fyrr en blöð og
aldin hafa fundist samföst og nefnum
við því blöðin Acer sp. aff. askelssoni.
Af því má a. m. k. ráða, að við teljum
tegundina náskylda A. askelssoni.
Blaðhlutar frá Húsavíkurkleif, sem
Heer birti myndir af árið 1868, og
164