Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 220
ÖLDIR OG UPPHAV
Jóannes Rasmussen
Útgefin af Emil Thomsen
Þórshöfn í Færeyjum, 1981, 211 bls.
í Færeyjum kom fyrir rúmu ári út bókin
Öldir og apphav eftir færeyska jaröfræö-
inginn Jóannes Rasmussen. Bók þessi fjall-
ar um jarðfræði Færeyja og er til fyrir-
myndar hvað varðar útlit og frágang og
þeim ti! mikils sóma. Jarðfræðilega séð eru
Færeyjar frænka Fróns gamla og okkur því
áhugaefni hvernig grjótslögin liggja þar.
Nú höfum við að vísu lengi vitað að berg er
eldra í Færeyjum en á fslandi og að þar er
eingöngu basalt að finna. Um jarðfræði
Færeyja má finna greinar í ýmsum jarð-
fræðitímaritum og auk þess sömdu þeir
Jóannes Rasmussen og Arne Noe-Nygaard
bók um jarðfræði Færeyja og kom hún út á
dönsku, ásamt kortum árið 1969. Það sem
er frábrugðið við bókina Öldir og upphav
er að hún er sniðin fyrir venjulegt fólk,
fólk sem hefur áhuga á að þekkja land sitt
og náttúrur þess án þess að þurfa að hafa
nokkra undirstöðuþekkingu í jarðfræðum.
Pannig er bókin fremur einföld og mjög
greinargóð lýsing á jarðfræði Færeyja, án
þess að lesandinn drukkni í smáatriðum
eða fræðiorðum. Ekki spillir það fyrir hve
bókin er vel myndskreytt og margar hinna
137 mynda í bókinni eru í litum. Allur
frágangur bókarinnar er með miklum
ágætum, en vegna dræmrar kunnáttu í fær-
eysku treysti ég mér ekki að dæma um
málfar, en mikið hafði ég gaman af lestr-
inum.
Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Andlit
jarðar, Havbotnurinn og botnviðurskiftini
uttan um Föroyar, Tilfarið í jarðarskorp-
uni, Eldgos og basaltháslœttar, Upphav
Föroya, og Jarðfröðiferðir út um landið.
Fyrstu kaflarnir fjalla einkum um almenna
jarðfræði með tilliti til Færeyja, síðan er
kafli sem nefnist Upphav Föroya og er um
jarðsögu eyjanna og þau jarðlög sem þar
finnast. Síðasti kaflinn í bókinni Jarðfröði-
ferðir út um landið er leiðalýsing fyrir
áhugasama náttúruskoðendur og eru vald-
ir til staðir sem eru merkilegir frá jarð-
fræðilegu sjónarmiði.
Nú eru Færeyjar um margt merkilegur
staður eins og segir á bls. 12:
Tœr vóru bygdar upp av eldgosum ífyrra
parti av tertiertíðini (eocen) í sambandi við
havbotnsspjaðingina og meginlandarákið á
norðurhálvu (s.33) fyri stívum 50 millión-
um árum síðani.
Elsta berg á íslandi er rúmlega 16 millj-
ón ára og eru Færeyjar myndaðar á sömu
bólu Atlantshafshryggjarins. Færeyjar
hafa þurft að þola álíka meðhöndlun og
ísland hvað varðar hinar óblíðu hendur
móður náttúru. Ekki aðeins hefur liav-
botnsspjaðingin (botnrekið) flemtrað eyj-
arnar í austur heldur hafa eldgos með til-
heyrandi grjótbrœðingi, rivulögum og um-
skaringum byggt og skapað landið sem
hinir ytru máttirnir (týnandi máttirnir) hafa
síðan mótað í núverandi horf. Jarðfræði og
landmótun Færeyja er vel og skilmerkilega
lýst í bókinni og ekki spillir hin færeyska
tunga sem er óneitanlega skemmtilega lýs-
andi, sbr. orð eins og grjótbræðingur.
Þeim sem leið eiga út til Færeyja, og
öðrum sem vilja kynnast jarðfræði eyj-
anna, vil ég eindregið benda á þessa bók
því hún er auðlesin okkur íslendingum.
Lýsingar einfaldar og góðar og er öllum
sómi að hafa hana í bókahillunni. Það
verður mér á að óska okkur mörlöndum að
við eignumst brátt slíka bók um vort land
sem Færeyingar nú eiga um sitt.
Helgi Torfason.
200