Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 40
TOPPUR B
11. mynd. Samanburður á meðalþekju rofsvæðis hólmans og bungunnar austan tjarn-
anna, toppur B. - Comparison ofaveragepercentage cover between the erodedpart ofthe
islet (right) and the eroded hill top (left) east of the lake.
ur, þó erfitt sé að fullyrða nokkuð um
það á grundvelli svo fárra mælinga.
Vatnsinnihaldið er mjög lítið á meln-
um (snið V, reitir 9-10). Erfiðara er að
greina hliðstæðan breytileika í vatns-
rýmd. Vatnsinnihald jarðvegs austan í
hólmanum (snið I, reitir 19—20) er
greinilega lægra en vestan megin. í heild
má segja, að vatnsinnihald jarðvegs
hólmans sé talsvert hærra en jarðvegs
beitilandsins og má vafalaust rekja það
til þess að meira er af lífrænum efnum í
jarðvegi hólmans (sjá hér að neðan).
Tafla V sýnir niðurstöður mælinga á
sýrustigi (pH), glæðitapi og magni
köfnunarefnis. Ákveðinn fallanda er
hægt að lesa með hæð yfir vatnsborði:
Sýrustig jarðvegs hækkar, innihald líf-
rænna efna minnkar (glæðitap minnk-
ar) og magn köfnunarefnis minnkar
eftir því sem ofar dregur. Gildin fyrir
snið V, reit 7 skera sig þó nokkuð úr, en
sá reitur er í runnabeltinu í brún beiti-
landsins. Nokkur munur virðist vera á
þessum jarðvegsþáttum á sniðum
hólmans annars vegar og sniðum
beitilandsins hins vegar og reyndist
jarðvegur hólmans vera marktækt súr-
ari og innihalda meira af lífrænum efn-
um.
SAMANTEKT OG ÁLYKTANIR
Umhverfisaðstæður í hólmanum,
í brekkunum og á melnum austan
Lómatjarna eru sem fyrr segir, mjög
34