Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 69
unni í berginu, virðist vera um neð- ansjávargosmyndun að ræða. Erfitt er eftir útliti að dæma um hæð sjávarstöðu þarna í ísaldarlokin, því oft er lítt mögulegt að dæma um á svona ungu móbergi hvar skilur á milli sjávarrofs og vindveðrunar. Frá Drangshlíðarfjalli og allt austur að Sólheimanesi er hvergi hægt að sjá leifar fornra malarhjalla sem bent gætu á hærri sjávarstöðu. Enda þó svo hefði verið hefðu þeir tvímælalaust all- ir horfið vegna setmyndunar við þau jökulhlaup, sem myndað hafa Skóga- og Sólheimasand. Því hefur verið hald- ið fram að við Jökulsá á Sólheima- sandi mætti sjá ummerki eftir allt að 60 m hærri sjávarstöðu en nú er. Ég vil ekki samþykkja að svo geti verið, þar sem jökulhlaup hafa skafið svo að segja allan lausan jarðveg niður á klöpp af heiðunum, sem liggja beggja vegna Jökulsár. Hlaupframburðurinn hefur hækkað sandana um a. m. k. 10 til 15 m, og líkur eru fyrir að tvö hlaup hafi komið þarna fram nokkru eftir landnám. Milli Sólheimaness og Dalaheiðar renna fjórar jökulár eftir gljúfrum suður heiðarnar. Víðast hagar svo til við gljúfurmunnana, að efalaust hefðu myndast þar miklir malarhjallar, ef sjávarstaða hefði verið, þó ekki meira en 40—50 m hærri en hún er nú, á meðan jökul var að leysa af heiðunum og mest vatn hefur streymt fram úr gljúfrunum. En ekki er neinsstaðar hægt að merkja slíka hjallamyndun á þessu svæði. Þá er það Mið-Mýrdalur, þ. e. svæðið milli Geitafjalls og Reynis- fjalls. Um það falla þrjár bergvatnsár og tvær þeirra renna á annan km eftir hamragljúfrum. En þar hafa ekki runnið tærar bergvatnsár meðan ísaldarjökulinn var að leysa af heiðun- um og með þeim hefur komið mjög mikill framburður. Ekki sést vottur af malarhjöllum eftir þessar ár. í mýrunum norðuraf Dyrhólaey eru lág hæðardrög sem stefna suð-suðvest- ur, og mynda um tveggja kílómetra langan ás í mýrunum. Víða í þessum hæðardrögum eru mjög sérkennilegar uppsprettur, sem ganga hér undir nafninu „Fenaugu“, en ekki veit ég hvort það nafn er þekkt annarsstaðar. Uppspretturnar mynda sumsstaðar djúpa pytti með gráleitri eðju í hliðum og botni og er það að mestum hluta kísilgúr (verður hvítt við þurrkun). Yfirleitt er ekki mikið vatnsmagn sem kemur upp í þessum lindum, en þær eru svo margar í hverju kerfi að heildarvatnsmagnið er margir sek- úndulítrar. Vatnið úr lindunum er sér- lega tært og gott drykkjarvatn, þótt annað vatn í mýrunum sé svo mengað af járni að það er tæpast drekkandi. Mér finnst nokkuð greinilegt að eitt- hvað samband hlýtur að vera milli þessa ferska vatns, hæðardraganna og framburðar sem jöklar skildu eftir sig í lok ísaldar. Einna helst hef ég látið mér detta í hug að þarna séu malarásar grafnir undir reiðingsjarðveginum, því hæðardrögin liggja með svo ljósri stefnu rúma tvo kílómetra. Að vísu sést ekki í efni ásanna, en ólíklegt finnst mér að þeir hafi myndast í sjó. Bendir það ekki til hærri sjávarstöðu í ísaldarlok. Sunnantil í Reynishverfi eru hæðir sem fljótt á litið gætu verið fornir malarhjallar, en við skoðun kemur í ljós að þær eru jökulruðningshólar þaktir þykku moldarlagi. Hefur skrið- jökullinn, sem skreið suður Fossholta- hraun myndað þá og sennilega rifið mikið af efninu upp úr hraunlaginu og Reynisfjalli að vestan. Þá er komið að svæðinu austan Reynisfjalls og vestanverðum Mýr- dalssandi. Þar er ekki margt sem hægt 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.