Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 59
Sveinn P. Jakobsson: s Islenskar bergtegundir III Þóleiít LÝSING Þóleiít er ein af gerðum basalts (blágrýtis) og er aðalbergtegund þólei- ísku bergraðarinnar. Það finnst á sömu svæðum og ólivínþóleiít, sem um var rætt í síðasta þætti (Sveinn P. Jak- obsson 1984). Þóleiít er algengasta bergtegund íslands og má með nokkrum rétti kalla það einkennisberg landsins. Þóleiít er dökkgrátt þegar það er ferskt, en dökknar við ummyndun og verður þá grá-eða brúnsvart. Bergið er þétt í sér og fín- til dulkornótt, þannig að korn grunnmassans verða sjaldnast greind með berum augum. Það er yfir- leitt mjög blöðrótt, blöðrurnar eru misstórar (oft 2—8 mm) og með marg- breytilegri lögun. Flestöll þóleiíthraun frá nútíma eru mynduð við sprungugos og eru apalhraun. Gjall- og klepra- myndun er töluverð á efra og neðra borði hraunanna. Stuðlamyndun er al- geng í þóleiíthraunum. Skaftáreldahraun skal hér tekið sem dæmi um þóleiít-bergmyndun, en eins og kunnugt er geisuðu Skaftáreldar frá júní 1783 til febrúar 1784. Gosstöðv- arnar, Lakagígar, eru um 24,5 km löng röð af klepra- og gjallgígum á Síðuaf- rétti (Sigurður Þórarinsson 1968). Hraunið þekur um 595 km2 lands og er nálægt 12 km3 að rúmmáli, það er talið mesta hraun sem runnið hefur á jörð- inni síðan sögur hófust. Hraunið er dæmigert apalhraun (1. mynd A), en víða er gott að ná sýnum, einkum við árfarvegi. Tafla I sýnir efnasamsetningu hraunsins (Sveinn P. Jakobsson 1979). Sýnið var tekið úr miðju hraunlagi við Eldvatnsbrú hjá Eystriásum. Þótt hraunið sé mikið, þá gefur þessi eina efnagreining góða hugmynd um efna- samsetningu þess. Karl Grönvold (1972) efnagreindi 12 sýni tekin á ýms- um stöðum í hrauninu og var munur á milli sýna lítill, hlutfall MgO liggur þar á milli 5,1-6,0% og hlutfall KzO á milli 0,36—0,40%, svo dæmi séu tekin. Skaftáreldahraunið, og íslenskt þóleiít yfirleitt, einkennist af háu hlutfalli FeO (þar sem allt Fe er reiknað sem FeO), Na20, K20 og'P205, en lágu hlutfalli MgO, miðað við ólivínþóleiít og pikrít. Þessar steintegundir mynda Skaftár- eldahraunið: Dílar eru ólivín, plagíóklas og pyr- oxeninn ágít. Grunnmassinn er samsettur af plagíóklas, klínópyroxen, ólivíni, magnetíti og ilmeníti. Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 53-59, 1984 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.