Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 16
GREININGARLYKILL
Gísli Már Gíslason (1977) birti
greiningarlykil yfir íslenskar vatna-
bjöllur. Hér er sá lykill lagfærður með
tilliti til O. sanmarki:
2 Ristarliðir fram- og miðfóta fjórir.
Hyrna sést ekki. 5
— Ristarliðir fram- og miðfóta fimm.
Hyrna sést. 3
5 Hálsskjöldur sléttur, án hvilfta til
hliðanna. Grunnlitur dýrsins svart-
ur, hálsskjöldur og skjaldvængir
með þéttum smáholum. Dýrið nán-
ast jafnhliða, 2.8—3.2 mm að lengd.
Hydroporus nigrita
— Línulaga hvilft á hliðum hálsskjald-
ar. Grunnlitur ljósbrúnn, með mis-
mörgum dekkri línum eða blettum á
skjaldvængjunum, sem hafa aðeins
fáar og dreifðar smáholur. Dýrið
nánast sporöskjulaga, 2.5—3.0 mm
að lengd.
Oreodytes sanmarki
UMRÆÐA
Ýmsar spurningar vakna, þegar ný
og frekar auðgreinanleg vatnabjöllu-
tegund finnst á aðeins einum stað á
íslandi. Þetta er sambærilegt við fund
tjarnaklukkunnar (Agabus uliginosus
L.), sem fundist hefur tvívegis í sömu
tjörninni í Berufirði, árin 1935 og 1977
(Larsson & Geir Gígja 1959, Gísli Már
Gíslason 1977). Ekki verður séð af
jarðvegssniðunum, hvort um er að
ræða leifar af áður víðtækari út-
breiðslu í þessum tveimur tilfellum.
Tjarnaklukkunni virðist alla vega hafa
vegnað vel í þeirri einu tjörn, sem hún
hefur fundist í. Ekkert bendir til þess,
að hún hafi slæðst þangað af manna-
völdum og verið þar aðeins um tak-
markaðan tíma.
Tjörnin við rætur Sólheimajökuls,
þar sem O. sanmarki fannst, hefur
myndast á síðustu 40 árum, eftir að
jökullinn hörfaði. Um þessar mundir
virðist jökullinn vera að skríða fram
og á því e.t.v. eftir að eyðileggja
tjörnina innan tiltölulega fárra ára.
Vatnabjöllur eru þó flestar nokkuð
hreyfanlegar, þótt útbreiðslan virðist
takmörkuð í þessu tilfelli. Gera má
ráð fyrir, að dýrin geti flutt sig yfir í
tjörn með svipuðum skilyrðum.
Ýmsar skordýrategundir hafa borist
til landsins af mannavöldum á undan-
förnum áratugum, og sumar þeirra
hafa fundið sér hentug lífsskilyrði í
skjóli ýmissa athafna mannsins (sjá
t.d. Erling Ólafsson 1979). O. san-
marki er tiltölulega sjaldgæf í Evrópu,
og ekki er vitað til þess, að einstakling-
ar tegundarinnar sveimi, eins og t.d.
maríuhænur, og berist þannig með
vindum út fyrir heimkynni sín (sjá Erl-
ing Ólafsson 1976). Ýmsar fiðrilda-
tegundir berast til landsins með vind-
um (Erling Ólafsson & Hálfán Björns-
son 1976), einnig drekaflugur (Mik-
kola 1968, Erling Ólafsson 1975). Þá
er mjög ólíklegt að O. sanmarki hafi
borist til íslands með skipum, enda er
Sólheimajökull langt frá höfnum, sem
millilandaskip fara um. Allt bendir því
til þess, að tegundin sé innlend. Við
viljum því halda, að O. sanmarki sé
hluti af þeirri skordýrafánu, sem nam
landið eftir ísöld. Aukið ferskvatns-
rennsli í Norður-Evrópu í lok ísaldar
og ísjakar, sem borið hafa með sér
jarðveg, kunna að hafa stuðlað að
flutningi plantna og dýra til íslands
(sbr. Coope 1979, Buckland o.fl.
1981).
Að lokum ber þess að geta að tvö
10