Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 47
Einar Jónsson:
Þorskkrypplingar í
ísafjarðardjúpi og
vanskapnaður hjá fiskum
Um árabil hefur Hafrannsókna-
stofnun fylgst nokkuð náið með
ungviði nytjafiska í ísafjarðardjúpi og
öðrum fjörðum vestan- og norðan-
lands þar sem rækjuveiðar eru stund-
aðar, vegna þeirrar hættu sem þessu
ungviði stafar af hinu smáriðna
rækjutrolli.
A rækjuvertíð veturinn 1977/78 varð
vart við töluvert af þorski, árangur ár-
gangsins frá 1976 (á fyrsta og öðru ald-
ursári), sem hafði óvenjulegan vöxt og
útlit. Vansköpun þessi lýsti sér þannig
að fiskurinn var heldur styttri og dig-
urri en venjulegur þorskur á sama
aldri (sjá 1. mynd). Við rannsókn hef-
ur komið í ljós að hér var um sjúkleg-
an vanskapnað að ræða, sem lýsti sér í
óeðlilegum vexti og styttingu hryggjar-
liða. Það vekur athygli að þessa fyrir-
bæris varð aðeins vart í ísafjarð-
ardjúpi, en ekki á öðrum rækjuslóðum
svo sem í Arnarfirði og Húnaflóa þar
sem alla jafnan er eins mikið af þorsk-
ungviði á fyrsta og öðru aldursári eins
og í Djúpinu. Þá er athyglisvert að
ekki var tekið eftir slíkum van-
skapnaði hjá þorskinum í Djúpinu vet-
urinn áður, er hann var á fyrsta- og
svonefndu O-aldursári, þ. e. veturinn
1976/77. Eins og síðar verður að vikið
er þó spurning um hvort þessi van-
skapnaður hafi ekki þá þegar verið til
staðar, þótt hans gætti minna og ekki
hafi verið eftir honum tekið.
Lengdardreifing þyrsklinga á fyrsta
ári er alla jafnan mikil og spannar allt
að 8 cm á sama veiðisvæðinu (flóa eða
firði), auk þess sem vöxtur er ör, eða
allt að 1.7 cm á mánuði (Ólafur Karvel
Pálsson 1976). Óeðlilegur vöxtur,
hvað lengd varðar á fyrsta ári, þarf því
ekki að liggja í augum uppi nema með
fylgi önnur einkenni svo sem hlutfalls-
lega digur búkur. Ljóst er, að kryppl-
ingsvöxtur nefndra þyrsklinga varð æ
meira áberandi eftir því sem þeir elt-
ust. Þannig reyndist einn af hverjum
fjórum fiskum, sem taldir voru óeðli-
lega vaxnir og skoðaðir voru nánar,
hafa gallalausa hryggjarliði, svo van-
skapnaðurinn var ekki með öllu
auðsær á öðru ári. Á þriðja aldursári
var óeðlilegur vöxtur þessara fiska
augljós eins og vikið verður að hér á
eftir.
Á 2. mynd sést lengdardreifing hjá
þorskungviði í Djúpinu haustið 1977.
Annars vegar er lengdardreifing þeirra
þyrsklinga sem virtust hafa eðlilegan
vöxt og útlit, og hins vegar þeirra, er
virtust hafa samanrekinn vöxt (digrir
miðað við lengd). Munur á meðal-
lengd þessara tveggja hópa er mjög
mikill eða um 5 cm, en aldurslesning
af kvörnum hefur staðfest að þeir eru
Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 41-51, 1984
41