Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 73

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 73
lægt 10 cm undir yfirborði gróðurjarð- vegsins, en eitthvað hafði jarðýtan verið búin að flimbra ofan af honum. Þar sem ég var í fastri vinnu á þessum tíma komst ég ekki til að kanna þetta nánar næstu daga. Síðan gerði slag- veðursrigningu um næstu helgi svo að það dróst nærri hálfan mánuð að ég kæmist á staðinn aftur. En þegar það varð, var orðið á annan metra djúpt vatn með öllum garðinum að sunnan og hefur svo oftast verið síðan, svo ekki hefur gefist færi á að kanna gróð- urjarðvegslagið ennþá. Að sögn jarð- ýtustjórans, sem oftast var Reynir Ragnarsson, var lagið samfellt með svipaðri þykkt af sandi ofan á, allt upp að Hvolshausum. Við sem gengum út á þetta seiga mýrarjarðvegslag, höfum síðan alveg látið það vera að rengja gömlu sögnina um reiðingsristuna í flóði norður af Hildardrangi, en mikið hefur nú land- ið breyst til hins lakara þarna síðan. Nú kemur að því, sem áður var minnst á, með hæð fjaranna yfir sjó á þessum slóðum. Meðan þarna var gró- ið land hlýtur fjörukamburinn að hafa verið svo hár að sjór hafi ekki runnið inn yfir hann, og hefur mikil breyting orðið þar á. Síðustu áratugina man ég ekki eftir því ári, að ekki hafi „runnið inn yfir“ og stundum mikið, til dæmis varð það í suðvestanstorminum á stór- straumsflóðinu aðfaranótt 9. febrúrar 1982, að svo mikill sjór flæddi inn yfir fjöruna vestan við Dyrhólaey að stórt skarð rofnaði í garðinn (veginn) norðan undir Háeynni. Slíkt getur ekki hafa gerst meðan þarna var gróið land, því annars hefði allan gróður sandkafið jafnóðum og hann mynd- aðist. NIÐURSTÖÐUR Það sem hér er skráð eru nokkrar athuganir úr þeirri lauslegu frumkönn- un, sem ég hef unnið að síðustu tvo áratugina, varðandi afstöðubreytingar lands og sjávar frá landnámi til dagsins í dag, á svæðinu frá Holtsósi að Mýr- dalssandi. Undanskildar eru þó þær breytingar sem Katla hefur valdið á austurhluta svæðisins. Mér virðist að þiðnun jökulsins, sem huldi þetta svæði, hafi ekki haft í för með sér þá landlyftingu sem orðið hefur svo víða á landinu, er jökul- farginu létti. Ástæðuna fyrir því tel ég vera þá miklu eldvirkni, með tilheyr- andi upphleðslu fjalla, sem verið hefur á svæðinu fram á okkar daga. Er jökul leysti í Árnes- og Rangárvallasýslum lyftist landið þar um allt að 100 m. Við suðurströndina, þar sem eystra gos- beltið nær í sjó fram, hlóðu eldfjöllin sífellt upp nýjum fjöllum svo land reis þar ekki. Hef ég hér að framan reyndar fært rök fyrir því að frá land- námsöld hafi land sigið, jafnvel svo skiptir metrum. Mér er heldur ekki örgrannt um að þær kenningar sem ríkjandi hafa verið í þessum fræðum hafi verið nokkuð einfaldaðar og ástæða sé til að skoða þær betur. HEIMILDIR: Einar H. Einarsson. 1962. Fornskeljar í móbergi í Höfðabrekkuheiði. — Nátt- úrufræðingurinn 32, 1: 35-45. Einar H. Einarsson. 1967. Steingervingar í Skammadalskömbum. - Náttúrufræð- ingurinn 37, 1—2: 93—104. Einar H. Einarsson, Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson. 1980. The Sól- heima tephra layer and the Katla erup- tion of 1357. - Acta Nat. Isl. 28: 1- 24. Jóhannes Áskelsson. 1960. Fossiliferous xenoliths in the móberg formation of South Iceland. - Acta Nat. Isl. II, 3: 1-30. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.