Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 51
4. mynd. „Hryggjarliðatal" 3 þorskkrypplinga úr ísafjarðardjúpi, sjá einnig á hliðstæðum
röntgenmyndum. Hver reitur táknar einn hryggjarlið, dökku reitirnir merkja skemmda
liði, hálfskyggðir reitir tákna lítið skemmda liði. - Spondylogramme (schematische
Darstellungen des Baues der Wirbel) 3 verkriippelter Dorsche von der Bucht „ísajarðar-
djúp“. Die missgebildeten und verkurzten Wirbel sind schwarz, die normalen Wirbel hell
dargestellt.
ljós mjög alvarlegar skemmdir á,
hryggjarliðum (sjá 3. mynd B og C)
sem eru mjög svipaðs eðlis og fundist
hafa hjá krypplingum eða dvergvöxn-
um fiskum víða erlendis. Margir
liðanna eru samanþjappaðir og á rönt-
genmynd koma þessir gölluðu liðir
miklu skýrar fram heldur en heil-
brigðir liðir, eða liðir í hrygg
heilbrigðs fisks (3. mynd A). Þetta
sýnir að óeðlilega mikið kalk eða
steinefni hafa sest í liðina. Skemmdir
þessar koma ýmist fram á bol eða
stirtluliðum eða hvoru tveggja, (sjá
hryggjarliðatal á 4. mynd). Allir
hryggjarliðir 54 að tölu virðast vera til
staðar, en dæmi eru um það erlendis
frá að nokkra liði vanti hjá fiskum sem
hafa hliðstæða galla og krypplings-
vöxt. Af þeim 3 fiskum sem skoðaðir
voru og höfðu skemmdan hrygg voru
10.,19. og 23. liðir skemmdir. Eins og
sést á myndunum og liðatalinu er ým-
ist missmíði á mörgum liðum í röð,
eða nokkrir gallalausir liðir koma inn
á milli þeirra skemmdu.
í beinu framhaldi af þessari umræðu
er viðeigandi að víkja að vansköpun á
fiskum almennt og tíðni slíkra ágalla.
Ýmis vanskapnaður, missmíði, eða
lýti eru vel þekkt hjá fiskum sem öðr-
um lífverum. í þessari grein ætla ég að
halda mig við beina vansköpun, þ. e.
þegar beinagrindin sjálf er úr lagi
gengin. Undir orðinu vanskapnaður
skiljum við beinlínis það, að lífvera
hafi komið vansköpuð í heiminn.
Þessu er einnig þannig farið hjá fiskum
að oftast má rekja missmíði á beina-
grind beint aftur til egg- eða fóstur-
skeiðs. Slíkir gallar virðast þó geta
komið fram síðar á ævinni hjá fiskum
(þótt það sé sjaldgæfara). Af þessum
sökum velti ég þeirri spurningu nokk-
uð fyrir mér hvort nefndir dvergfiskar
í Djúpinu hefðu ekki sýnt sjúkdóms-
einkenni fyrr en þeir voru að komast á
annað aldursár.
Allir sjómenn kannast við ýmsa af-
myndun á fiskum. Hjá þorski (og
reyndar hjá ýsu og fleiri þorskfiskum)
eru þrjár gerðir af vanskapnaði býsna
algengar. Þær eru: útlitsgallar á haus,
dverg- eða krypplingsvöxtur og bækl-
uð og bogin stirtla (sjá 1. mynd). Er þá
talið upp í þeirri röð að byrjað er á
þeirri „bæklun“ er mér virðist al-
gengust og endað á þeirri óalgengustu.
Tíðni slíkra tegunda vanskapnaðar
segir þó næstum örugglega meira til
um hversu alvarleg „örorkan" er fyrir
fiskinn og þar með lífs- og afkomu-
45