Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 27
2. mynd. (a) Oddamælingarammi. (b) Lagning reita á snið. - (a) Theframe used in point
quadrat measurements, (b) quadrat position on transect line.
3 mán. (1 „ærgildi" er lambær með 1,4
lömbum (Ingvi Þorsteinsson 1972
og 1980a).
AÐFERÐIR
Útivinna fór fram á tímabilinu 23.
júlí til 2. ágúst sumarið 1979.
Lagning sniða
Þrjú snið voru lögð þvert yfir hólm-
ann, snið I, II og III, og var leitast við
að leggja þau þannig að þau gæfu sem
besta mynd af fjölbreytni gróðursins.
Snið I var lagt yfir syðsta hluta hólm-
ans, þar sem þykk mosaþemba klæðir
hann ofanverðan. Snið II var lagt
nokkru norðar. Þar er hólminn tals-
vert lægri og breiðari og stórþýfð-
ur í kollinn. Á nyrsta og lægsta
hluta hólmans hefur gróðurþekjan
rofnað á stöku stað og var snið III lagt
yfir eitt slíkt rofsvæði.
Til samanburðar við hólmann voru
lögð þrjú snið yfir beitilandið umhverfis
tjarnirnar, snið IV, V og VI. Upp af
austurbakka tjarnanna liggja nokkuð
brattar brekkur upp á nærliggjandi
bungu og háttar þar til líkt og vestan
megin í hólmanum. Þar voru snið IV
og V lögð. Ekki tókst eins vel að finna
brekkur mót austri með svipaðar að-
stæður og austurhlið hólmans. Það
varð þó úr að leggja snið VI í austur-
hlið Arnarhöfða, sem er langur ás með
svipuðu lagi og hólminn, en liggur um
300 m vestan við tjarnirnar (1. mynd).
Þar sem þessi ás er töluvert hærri og í
nokkurri fjarlægð frá vatnsbakkanum
er þetta snið síður sambærilegt við ás-
inn í Lómatjörnum en hin sniðin, og
21