Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 89
Kristján Sæmundsson:
Skýrsla um Hið íslenska
náttúrufræðifélag fyrir árið 1982
FÉLAGAR
Skráðir félagar Hins íslenska náttúru-
fræðifélags og kaupendur Náttúru-
fræðingsins voru í árslok 1982 samtals 1907
og skiptust þannig: Heiðursfélagar 4, kjör-
félagar 2, ævifélagar 46, ársfélagar innan-
lands 1667, ársfélagar erlendis 69 og félög
og stofnanir 119. Einn ævifélagi lést á ár-
inu, dr. Kristján Eldjárn fyrrum þjóð-
minjavörður og forseti. Auk hans er
stjórninni kunnugt um 11 almenna félaga
sem létust á árinu. Úrsagnir og útstrikanir
voru alls 31. Með samanburði við félaga-
skrá frá síðasta ári má sjá, að félagsmönn-
um hefur fjölgað um 40 á árinu.
STJÓRN OG STARFSMENN
FÉLAGSINS
Stjórn náttúrufræðifélagsins var þannig
skipuð: Formaður var Kristján Sæmunds-
son jarðfræðingur, varaformaður Erling
Ólafsson skordýrafræðingur, gjaldkeri Ing-
ólfur Einarsson verslunarmaður, ritari
Axel Kaaber framkvæmdarstjóri og Bald-
ur Sveinsson verkfræðingur var meðstjórn-
andi. í varastjórn voru Bergþór Jóhanns-
son grasafræðingur og Einar B. Pálsson
verkfræðingur. Endurskoðendur voru
Tómás Helgason húsvörður og Magnús
Árnason múrarameistari. Varaendurskoð-
andi var Gestur Guðfinnsson blaðamaður.
Ritstjóri Náttúrurfræðingsins var Helgi
Torfason jarðfræðingur. Afgreiðslumaður
Náttúrufræðingsins var Stefán Stefánsson
fyrrv. bóksali. Stjórn Minningarsjóðs Egg-
erts Ólafssonar skipuðu Guðmundur Egg-
ertsson erfðafræðingur, Ingólfur Davíðs-
son grasafræðingur og Sólmundur Einars-
son sjávarlíffræðingur, en hann var jafn-
framt gjaldkeri sjóðsins. Varamaður í
stjórn Minningarsjóðs E. Ó. var Sigurður
H. Pétursson gerlafræðingur.
Stjórnin hélt fjóra stjórnarfundi á árinu.
Á stjórnarfundum er fjallað um ýmis
málefni sem varða félagið og skyldur þess
við félagsmenn. Fræðsluferðir þarf að
skipuleggja svo og ákveða fræðslufundi og
hafa uppi á flutningsmönnum erinda. Allt
þarf þetta góðan fyrirvara ef vel á að fara.
Náttúrufræðifélagið hefur haft heim-
ilisfestu hjá Náttúrufræðistofnun síðan sú
stofnun yfirtók náttúrugripasafnið. Þar eru
haldnir stjórnarfundir, tekið á móti
sætapöntunum í ferðir, þar er upplag Nátt-
úrufræðingsins og Flóru geymt og þó nokk-
ur afgreiðslustörf hafa komið til kasta
varaformanns okkar sem þar situr. Á síð-
asta ári fékk Náttúrufræðistofnun til af-
nota hálfa hæð til viðbótar í bráðabirgða-
húsnæði sínu við Hlemmtorg. Náttúru-
fræðifélagið fær þar til afnota lagerpláss og
skrifstofuherbergi, sem nú er að verða frá-
gengið. Afgreiðslumál hafa breyst nokkuð
og einfaldast um leið. T. d. mun útsending
Náttúrufræðingsins ekki fara um hendur
afgreiðslumanns í framtíðinni heldur þess
aðila sem sér um pökkun. Þar sem um er
að ræða minni vinnu en áður var, gerum
við í stjórninni okkur vonir um að allri
afgreiðslu verði með einum eða öðrum
hætti stýrt frá aðsetri félagsins við Hlemm.
Kostnaður af þessu er enginn fyrir Náttúru-
fræðifélagið, enda er litið þannig á af hálfu
Náttúrufræðistofnunar að verið sé að upp-
fylla ákvæði samnings milli þessara aðila.
Þess er að geta að IBM ætlar að leggja
Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 83-89, 1984
83