Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 53
höfundar eftir áraraða kynni hans af
„þeim gula.“ Ljóst virðist hins vegar af
nefndri athugun að dvergvöxtur er
miklu algengari hjá ýsu heldur en
þorski, og að ýsu-krypplingar virðast
iðulega geta náð töluvert háum aldri.
Nær alltaf fékkst aðeins einn og einn
vanskapaður fiskur á stangli bæði stór-
ir og smáir. í einu toginu austan við
Berufjarðarál brá þó hins vegar svo
við að þá veiddust 8 ýsur með útlits-
galla, eða sem næst tvöhundraðasta
hver ýsa (0,5%). Þar með staðfestist
það, sem höfundur reyndar þóttist
vita, að til eru þeir blettir eða þau
tilvik þar sem (eða þegar) „öfuguggar“
fást í miklu hærra hlutfalli en venju-
lega. Slíkt kemur þó mjög sjaldan
fyrir, a. m. k. í þeim mæli að menn
veiti slíku eftirtekt, en þetta atriði er
þó ef til vill mikilvægt í leitinni að
orsökum þeirrar „uppákomu" sem eru
þorskkóngar og þeirra líkar.
Komum þá að spurningunni hvað
geti orsakað slík „örkuml“ meðal
fiska. Vitað er, að bæði óeðlilegir um-
hverfisþættir, svo og sjúkdómar
(veirur og bakteríur og annað slíkt)
getur orsakað missmíði á beinagrind
og þar með fylgjandi útlitsgalla. Það
síðarnefnda á að mestu við ferskvatns-
og eldisfiska, en sjúkdómar þeirra og
önnur mein eru eðlilega miklu betur
rannsakaðir en krankleikar sjávar-
6. mynd. Ýsu-krypplingur (40 cm langur); töluvert algengur ágalli á ýsu hér við land. Að
ofan eðlilega vaxin ýsa af svipaðri stærð. (Ljósmynd: Guðm. Sv. Jónsson, Hafrannsókna-
stofnun). — Verkriippelter Scheltfisch (unten); ein ziemlich haufiges Erscheinungsform
von Missbildung beim Schellfisch in islándischen Gewásser. Oben, normal gewachsenes
Tier.
47