Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 54
fiska. Vansköpun á stirtlu, mjög
áþekk því sem sést hjá ýmsum þorsk-
fiskum og fleiri sjávarfiskum, er al-
geng hjá eldisfiskum svo sem
regnbogasilungi og mun framkölluð af
gródýri (Sporozoa) Myxoxoma
cerebralis, einfruma Iífveru er tilheyrir
frumdýrum (Protozoa) (E. Amlacher
1961). Þá eru svonefndir „fiskberkl-
ar,“ sem orsakast af bakteríum, al-
gengir hjá fiskum í vatnabúrum og
geta meðal annars leitt til skemmda og
missmíða á hryggsúlu og höfuð-
beinum. Eftir því sem ég kemst næst
geta slíkir sjúkdómar herjað á
vatnafiska, með meðfylgjandi van-
sköpun, á hvaða aldursskeiði sem er.
Lítið virðist hins vegar vitað í smá-
atriðum um orsakir slíks vanskapnað-
ar hjá sjávarfiskum, en talið að í flest-
um tilfellum sé um umhverfisorsakir
að ræða svo sem eitur-, efna-, eða
næringarsjúkdóma. Mjög algengt er
að slíkur vanskapnaður sjáist á fiskum
í búrum, bæði hjá fersk- og sjávarfisk-
um, og er oft sagður orsakast af óeðli-
legu umhverfi, en undir slíkri skil-
greiningu geta leynst margir þættir.
Par sem vanskapnaður og ágallar
hjá fiskum lýsa sér oftlega á sama hátt
(sbr. þorskkóngar) hafa sumir vísinda-
menn nefnt til erfðagalla sem orsaka-
vald. Að hluta til má réttlæta slíkar
útskýringar, en þær hafa þó sínar tak-
markanir. Hér virðist sjaidnast um að
ræða ágalla er erfast milli kynslóða og
koma fram með vissri tíðni, burtséð
frá öllum áföllum eða sjúkdómum.
Miklu fremur sýnist hér vera um að
ræða áhrif sjúkdóma eða umhverfis
sem brjótast fram eða lýsa sér á sama
hátt hjá sömu tegund. Þótt áhrif t. d.
skorts eða eitrunar lýsi sér þannig tíð-
um eins hjá þorski og séu þar með að
einhverju leyti bundin við litninga og
erfðaeiginleika, virðist það aðeins ein-
földun, frekar en „skýring" að kenna
að tengja framköllun slíkra sjúkdóma
við erfðirnar einar.
Uti í sjálfri náttúrunni, t. d. í sjón-
um, geta umhverfisþættir orðið óeðli-
legir á margan hátt. Talið er að
næringarskortur og þá um leið skortur
á D vítamíni geti leitt til missmíða sem
þeirra er hér um ræðir. Selta getur
verið of lág, eða súrefnismagnið í sjón-
um of lítið, svo dæmi séu nefnd. Þann-
ig er staðfest að innarlega í Eystra-
salti er margskonar vanskapnaður á
fiski miklu algengari en utar í sama
hafi, og er lágu seltustigi um
kennt.
Nýjasti orsakavaldurinn er svo
mengun. Geta ýmis „kemísk“ efni,
þungmálmar, eða annað óeðlilegt sem
í sjóinn rennur, átt hér hlut að máli.
Wunder (1971, 1975), hefur tekið eftir
og athugað sífellt aukin tilfelli af sjúk-
legum vanskapnaði (krypplingar með
samanrekna hryggsúlu) hjá þorski og
augnasíld (Alosa fallax) á grunnsævi
undan hafnarborgum í Þýskalandi.
Sjúkdómseinkennin virðast mjög svip-
uð og gerðist hjá hinum dvergvöxnu
þyrsklingum í ísafjarðardjúpi. Wund-
er hefur sett þennan vanskapnað í
samband við mengum frá áðurnefnd-
um borgum. í öllum tilfellum var talið
að sjúkdómseinkenna væri að leita aft-
ur til fósturskeiðs, enda það skeið í lífi
fisksins mjög viðkvæmt og mengunin
til staðar strax á fósturskeiði fisksins.
Ólíklegra er talið að slík efnamengun
hafi afgerandi áhrif á vöxt eða útlit
uppkominna fiska. Wunder og Bu-
hringer (1977) benda þó á dæmi um
eldissilung, sem orðinn var nokkurra
ára gamall, er vatnssamsetningin í
kerjunum breyttist af óviðráðanlegum
ástæðum. Þegar fiskurinn fór að ná
kynþroska tók að gæta krypplings-
vaxtar (hryggjarliðaskemmdir) og
þessi dvergvöxtur var rakinn til áður-
nefndra umhverfisáhrifa er fiskurinn
48