Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 96

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 96
Ritfregnir FUGLAR. Rit Landverndar 8 Ritstjóri Arnþór Garðarsson Landvernd Reykjavík, 1982, 216 bls. kilja Fá dýr á íslandi vekja eins mikla athygli almennings og fuglarnir. Mjög hefur þó vantað rit með almennum fróðleik um ís- lenska fugla. Aðeins þrjár bækur höfðu verið gefnar út um fugla á íslensku auk þeirrar, sem hér er vakin athygli á. Það eru Fuglarnir eftir Bjarna Sæmundsson, sem kom út 1936, Fuglabók Ferðafélags íslands eftir Magnús Björnsson, Árbók félagsins 1939, og fuglabók Almenna Bókafélags- ins, Fuglar íslands og Evrópu, sem kom út árið 1962 í þýðingu Finns Guðmunds- sonar. Hefur sú bók reynst fuglaskoðurum mikilvægt hjálpargagn æ síðan. Ljóst er, að gömlu fuglabækurnar hafa ekki fullnægt þörfum á þessu sviði. Bækur Bjarna og Magnúsar eru óvíða til á heim- ilum eða í skólum, þær eru auk þess úreltar að mörgu leyti. Fuglar íslands og Evrópu er fyrst of fremst greiningabók, þar sem íslenskum fuglum er næsta lítil skil gerð. Það var því tímabært, er Landvernd stóð að útgáfu rits um íslenska fugla, en það kom út í desember 1982. Þetta rit Land- verndar er hið áttunda í ritröð samtak- anna. Það „er samstætt sjöunda ritinu, um villt spendýr, og er framtak Landverndar til kynningarátaks Evrópuráðsins um villt dýr og plöntur og heimkynni þeirra“, eins og segir í inngangi. f ritinu eru alls sjö greinar eftir jafn- marga höfunda, auk inngangs og atriðis- orðaskrár. Greinarnar voru upphaflega fluttar sem útvarpserindi sumarið 1980. Erindin voru síðan endurbætt og aukin. Breyttust þau mjög við endurvinnsluna, enda eru önnur vinnubrögð viðhöfð, er greinar eru búnar til prentunar en til flutn- ings í útvarpi. Uppbygging bókarinnar er þannig, að hún gefur lesendum glöggt yfirlit yfir ís- lenska varpfugla, lífshætti þeirra og skyld- leikatengsl hinna ýmsu tegunda. Einnig er fjallað um samskipti fugla og manna og reynt að leiðrétta ýmsan misskilning, sem útbreiddur er varðandi slík samskipti. Þó má búast við, að ekki séu allir reiðubúnir að meðtaka útskýringarnar og telji sig áfram vita betur. Ýmsir hafa alið með sér hatur á ákveðnum fuglategundum og finna þeim allt til foráttu. Aðrir hafa ímugust á skotvopnum og trúa statt og stöðugt á, að sérhver notkun þeirra sé fuglastofnum hættuleg. í þessu sambandi má benda á ýmis dæmi, en ég vísa aðeins í umrætt rit. Þar fjallar Arnþór Garðarsson, ritstjóri bókarinnar, m. a. um þessi atriði í inn- ganginum. Má finna svipaða umfjöllun í sumum greinanna. Hver grein fjallar um afmarkaðan hóp fugla. Við afmörkun var ýmist tekið mið af skyldleika tegundanna eða lífsháttum þeirra. Uppbygging greinanna er nokkuð mismunandi, enda er hér um ólíka hópa fugla að ræða og mismunandi vinnubrögð höfunda. í lok hverrar greinar er ritskrá, þar sem getið er helstu rita um viðkomandi fuglategundir hér á landi, auk ýmissa rita um sömu tegundir erlendis. Eru þessar skrár hinar gagnlegustu þeim, sem áhuga hafa á að leita frekari fróðleiks. Eftirfarandi greinar eru í ritinu: Sjófugl- Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 90 - 96, 1984 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.