Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 66
Helgi Torfason:
íslensk j arðfræðikort
Á mælistiku jarðfræðinnar er ísland
ungt Iand. Elsta berg hérlendis er að-
eins um 17.000.000 ára gamalt, en
elsta berg sem aldursgreint hefur verið
er á Grænlandi um 3900.000.000 ára
gamalt. í nágrannalöndum okkar eru
gamlir bergskildir frá kambríum og
eldri, eða allt að 600.000.000 ára gaml-
ir. í þessum „gömlu“ löndum eru berg-
lög önnur og ólík, t. d. er mikið um
granít, gneis, sandsteins- og kalk-
steinslög sem ekki finnast hérlendis.
ísland er að mestum hluta basalt og
fyndist sumum fáfróðum manninum
sem ekki ætti að vera erfitt að kort-
leggja slíkt. Þannig er þó málið nú
ekki vaxið því auk basaltsins er bæði
súrt og ísúrt berg auk smávegis af set-
lögum sem myndar berggrunn lands-
ins. Basaltinu er líka skipt í nokkra
mismunandi hópa t. d. þóleiít og óli-
vín basalt, eins og nú er kynnt á síðum
Náttúrufræðingsins í greinaröð Sveins
Jakobssonar.
Jarðfræðikort þar sem jarðmyndan-
ir eru greindar í móberg, basalt, líparít
o. fl. hafa birst í tugatali í vísindarit-
um. Þorvaldur Thoroddsen jarðfræð-
ingur vann það mikla verk að ferðast
um landið og safna efni í lýsingu lands-
ins og sögu þess. Á árunum 1881 —
1898 safnaði hann auk þess efni í jarð-
fræðikort sitt í mælikvarðanum
1:600.000 og var það birt í Kaup-
mannahöfn árið 1901. Það er ennþá
eina litprentaða jarðfræðikortið af
landinu í heild sem hefur verið gefið
út, ef undan eru skilin smærri kort í
kennslubókum, kortabókum og slíku.
Það var síðan Guðmundur Kjartans-
son sem hóf að kortleggja jarðfræði
landsins á öllu nákvæmari hátt og kom
fyrsta jarðfræðikort hans út árið 1960
af suðvesturlandi. Kort Guðmundar
voru í mælikvarðanum 1:250.000, en
eftir fráfall hans tók sig til hópur jarð-
fræðinga að ljúka við þetta verk og
endurskoða þau kort sem út voru
komin. Staða útgáfunnar í dag er eftir-
farandi:
Guðmundur Kjartansson:
1960 kort nr'. 3, suðvesturland
1962 kort nr. 6, miðsuðurland
1965 kort nr. 5, mið-ísland
1968 kort nr. 2, miðvesturland
1969 kort nr. 1, norðvesturland
1977 kort nr. 6 endurprentað óbr.
Kristján Sæmundsson:
1977 kort nr. 7, norðausturland
Kristján Sæmundsson og
Sigmundur Einarsson:
1980 kort nr. 3, endurskoðað
Haukur Jóhannesson, Sveinn P.
Jakobsson og Kristján Sæmundsson:
1982 kort nr. 6, endurskoðað
Guðmundur Kjartansson:
1983 kort nr. 5 endurprentað óbr.
Þau kort sem eftir er að gefa út eru
kort númer 4, 8 og 9, en kort númer 9,
af suðausturlandi, er tilbúið til prent-
unar. Vonir standa til að er þessi ára-
tugur verður á enda verði til jarðfræði-
kort af landinu öllu og endurskoðun
þeirra gömlu vel á veg komin.
60