Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 47
Einar Jónsson: Þorskkrypplingar í ísafjarðardjúpi og vanskapnaður hjá fiskum Um árabil hefur Hafrannsókna- stofnun fylgst nokkuð náið með ungviði nytjafiska í ísafjarðardjúpi og öðrum fjörðum vestan- og norðan- lands þar sem rækjuveiðar eru stund- aðar, vegna þeirrar hættu sem þessu ungviði stafar af hinu smáriðna rækjutrolli. A rækjuvertíð veturinn 1977/78 varð vart við töluvert af þorski, árangur ár- gangsins frá 1976 (á fyrsta og öðru ald- ursári), sem hafði óvenjulegan vöxt og útlit. Vansköpun þessi lýsti sér þannig að fiskurinn var heldur styttri og dig- urri en venjulegur þorskur á sama aldri (sjá 1. mynd). Við rannsókn hef- ur komið í ljós að hér var um sjúkleg- an vanskapnað að ræða, sem lýsti sér í óeðlilegum vexti og styttingu hryggjar- liða. Það vekur athygli að þessa fyrir- bæris varð aðeins vart í ísafjarð- ardjúpi, en ekki á öðrum rækjuslóðum svo sem í Arnarfirði og Húnaflóa þar sem alla jafnan er eins mikið af þorsk- ungviði á fyrsta og öðru aldursári eins og í Djúpinu. Þá er athyglisvert að ekki var tekið eftir slíkum van- skapnaði hjá þorskinum í Djúpinu vet- urinn áður, er hann var á fyrsta- og svonefndu O-aldursári, þ. e. veturinn 1976/77. Eins og síðar verður að vikið er þó spurning um hvort þessi van- skapnaður hafi ekki þá þegar verið til staðar, þótt hans gætti minna og ekki hafi verið eftir honum tekið. Lengdardreifing þyrsklinga á fyrsta ári er alla jafnan mikil og spannar allt að 8 cm á sama veiðisvæðinu (flóa eða firði), auk þess sem vöxtur er ör, eða allt að 1.7 cm á mánuði (Ólafur Karvel Pálsson 1976). Óeðlilegur vöxtur, hvað lengd varðar á fyrsta ári, þarf því ekki að liggja í augum uppi nema með fylgi önnur einkenni svo sem hlutfalls- lega digur búkur. Ljóst er, að kryppl- ingsvöxtur nefndra þyrsklinga varð æ meira áberandi eftir því sem þeir elt- ust. Þannig reyndist einn af hverjum fjórum fiskum, sem taldir voru óeðli- lega vaxnir og skoðaðir voru nánar, hafa gallalausa hryggjarliði, svo van- skapnaðurinn var ekki með öllu auðsær á öðru ári. Á þriðja aldursári var óeðlilegur vöxtur þessara fiska augljós eins og vikið verður að hér á eftir. Á 2. mynd sést lengdardreifing hjá þorskungviði í Djúpinu haustið 1977. Annars vegar er lengdardreifing þeirra þyrsklinga sem virtust hafa eðlilegan vöxt og útlit, og hins vegar þeirra, er virtust hafa samanrekinn vöxt (digrir miðað við lengd). Munur á meðal- lengd þessara tveggja hópa er mjög mikill eða um 5 cm, en aldurslesning af kvörnum hefur staðfest að þeir eru Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 41-51, 1984 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.