Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 59
Sveinn P. Jakobsson:
s
Islenskar bergtegundir III
Þóleiít
LÝSING
Þóleiít er ein af gerðum basalts
(blágrýtis) og er aðalbergtegund þólei-
ísku bergraðarinnar. Það finnst á
sömu svæðum og ólivínþóleiít, sem um
var rætt í síðasta þætti (Sveinn P. Jak-
obsson 1984). Þóleiít er algengasta
bergtegund íslands og má með
nokkrum rétti kalla það einkennisberg
landsins.
Þóleiít er dökkgrátt þegar það er
ferskt, en dökknar við ummyndun og
verður þá grá-eða brúnsvart. Bergið er
þétt í sér og fín- til dulkornótt, þannig
að korn grunnmassans verða sjaldnast
greind með berum augum. Það er yfir-
leitt mjög blöðrótt, blöðrurnar eru
misstórar (oft 2—8 mm) og með marg-
breytilegri lögun. Flestöll þóleiíthraun
frá nútíma eru mynduð við sprungugos
og eru apalhraun. Gjall- og klepra-
myndun er töluverð á efra og neðra
borði hraunanna. Stuðlamyndun er al-
geng í þóleiíthraunum.
Skaftáreldahraun skal hér tekið sem
dæmi um þóleiít-bergmyndun, en eins
og kunnugt er geisuðu Skaftáreldar frá
júní 1783 til febrúar 1784. Gosstöðv-
arnar, Lakagígar, eru um 24,5 km löng
röð af klepra- og gjallgígum á Síðuaf-
rétti (Sigurður Þórarinsson 1968).
Hraunið þekur um 595 km2 lands og er
nálægt 12 km3 að rúmmáli, það er talið
mesta hraun sem runnið hefur á jörð-
inni síðan sögur hófust. Hraunið er
dæmigert apalhraun (1. mynd A), en
víða er gott að ná sýnum, einkum við
árfarvegi.
Tafla I sýnir efnasamsetningu
hraunsins (Sveinn P. Jakobsson 1979).
Sýnið var tekið úr miðju hraunlagi við
Eldvatnsbrú hjá Eystriásum. Þótt
hraunið sé mikið, þá gefur þessi eina
efnagreining góða hugmynd um efna-
samsetningu þess. Karl Grönvold
(1972) efnagreindi 12 sýni tekin á ýms-
um stöðum í hrauninu og var munur á
milli sýna lítill, hlutfall MgO liggur þar
á milli 5,1-6,0% og hlutfall KzO á
milli 0,36—0,40%, svo dæmi séu tekin.
Skaftáreldahraunið, og íslenskt þóleiít
yfirleitt, einkennist af háu hlutfalli
FeO (þar sem allt Fe er reiknað sem
FeO), Na20, K20 og'P205, en lágu
hlutfalli MgO, miðað við ólivínþóleiít
og pikrít.
Þessar steintegundir mynda Skaftár-
eldahraunið:
Dílar eru ólivín, plagíóklas og pyr-
oxeninn ágít.
Grunnmassinn er samsettur af
plagíóklas, klínópyroxen, ólivíni,
magnetíti og ilmeníti.
Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 53-59, 1984
53