Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 4
tímabil sjávarþörunga (the age of fucoids). Næst var tímabil hinna miklu deilna (the age of controversy), þegar plöntuuppruni faranna var alvarlega dreginn í efa. Þetta tímabil stóð frá 1881- 1920. Þriðja og síðasta skeiðið í sögu fræðigreinarinnar nefndi hann mótun hennar á nútíma (the development of modern approach). Mörg nöfn, sem nú eru notuð innan greinarinnar, voru í upphafi gefin förum, er talin voru eftir þörunga (fucoids). Það er athyglisvert, að næstum helmingur allra ættkvísla, sem fengu nafn sitt á nítjándu öldinni, var í fyrstu talinn til plönturíkisins (Hán- tzschel 1965, Osgood 1975). Skýringar á þessu eru ef til vill ekki eins langsóttar og virðist vera við fyrstu sýn. Mörg lífför eru alls ekki ólík plöntum í útliti og auk þess var þekking manna á seti og set- formum, vistfræði og hegðun dýra mjög takmörkuð á þessum tíma. Steingerv- ingafræðingar nítjándu aldar höfðu mestan áhuga á nafngiftafræði og höfðu meir en nóg að gera við að flokka dýr og plöntur. Eiginlegir steingervingar voru meira spennandi en einhver setform, sem erfitt var að skilja hvernig höfðu myndast. Rannsóknir á förum lágu þó ekki alveg niðri, en fáir stunduðu slíkar rannsóknir. Hér skal nefndur Edward Hitchcock, en árið 1858 birti hann mikið rit um för og spor í jarðlögum á austur- strönd Bandaríkjanna. Þar lýsti hann meðal annars hinum frægu risaeðluspor- um í Connecticut River Valley. Upp úr 1881 urðu verulegar deilur um uppruna hinna svokölluðu „fucoids". Ja- mes (1884,1885) sýndi fram á að margir þeirra „fucoids" sem Miller og Dyer (1878a, 1878b) höfðu lýst frá Cincinnati voru annað hvort för eftir lífverur eða þá setform af ólífrænum uppruna (l.mynd). Sænski forngrasafræðingurinn Nathorst (1881) varð þó fyrstur til að vekja menn til umhugsunar um þessi mál. Með ná- kvæmum rannsóknum á setformum og hegðun dýra í og á botninum meðfram ströndum Svíþjóðar sýndi hann fram á að meirihluti allra „fucoids", sem lýst hafði verið, voru annað hvort för eftir dýr, sem sjálf voru löngu eydd, eða set- form af ólífrænum toga. Þessum niður- stöðum Nathorst gátu helstu forsvars- menn „fucoids“ ekki látið ósvarað og meðal skrifa, sem beint var gegn þessum uppreisnarmanni, voru rit Lebesconte (1883,1886) og Saporta (1884). Nathorst svaraði í riti árið 1886, en á árunum 1881 til 1886 átti Nathorst sárafáa stuðnings- menn og Gaudry (1883) gekk svo langt að ýja að því að Nathorst afneitaði hefð- bundinni skilgreiningu á þessum fyrir- bærum af þeirri meginástæðu að hann væri andvígur Darwin og kenningum hans. Þetta var ekki rétt og var málinu óviðkomandi. Verk Nathorst skildu eftir sig tómarúm. Ýmislegt hafði að vísu ver- ið skýrt, en mörgum spurningum var enn ósvarað. Margir fengust við rannsóknir á steingervingum, en nafnasúpan og hinn mikli ruglingur á flokkunarfræði fara og spora dugði til að fæla menn frá rann- sóknum á þeim. Um miðjan áratug þessarar aldar hóf- ust hins vegar fyrstu skipulögðu rann- sóknirnar á förum og sporum af lífræn- um toga með rannsóknum Þjóðverjans Richters á nútímaförum í Norðursjó. Með þessum athugunum aflaði hann sér gífurlegrar þekkingar, sem hann not- færði sér síðar við rannsóknir á eldri jarðlögum (Richterl927,1931,1941). Ár- ið 1935 birti landi hans Abel rúmlega 600 blaðsíðna ritverk um för og spor og næstu áratugina var það mikið notað af fræðimönnum. Með umfangsmiklum rannsóknum Richters og hinu stóra upp- sláttarriti Abels urðu þáttaskil, en um fulla viðurkenningu var þó ekki að ræða fyrr en upp úr 1950. Ástæðurnar fyrir því voru margvíslegar. Síðari heimsstyrjöld- in var dragbítur á allar frjálsar rannsókn- ir og að henni lokinni var fræðigreinin í 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.